Fara í efni

Þitt val og matarvenjur

Þú stjórnar þínu mataræði.
Þitt er valið
Þitt er valið

Þú stjórnar þínu mataræði. 

Ef þú hefur tekið ákvörðun um að borða holla fæðu gætir þú stundum átt erfitt með að hafa stjórn á þér og fylgja ásetningi um hollt mataræði.Til dæmis ef þér líður illa eða ert undir álagi og hefur ákveðið að drekka ekki gos og takmarka sælgæti þá gætir þú freistast til að fá þér sætindi jafnvel þó að þú sért ekki svöng/svangur? Þá er gott að vera á varðbergi og staldra við, hugsa sitt mál og vera meðvituð/aður um næstu athafnir.

Svæðið i heilanum sem framleiðir róandi hormóna er á sama stað og skynjun ánægju af fæðunni.  Þegar þú þarft huggun eða að róa þig geta efnaskipti sem eiga sér stað stuðlað að góðri líðan í smástund, en áhrifin vara ekki og oftar en ekki situr viðkomandi uppi með meiri vanlíðan eftir en áður.

Hér eru nokkur almenn ráð sem gætu hjálpað:

1.      Finna aðrar aðferðir í stað skyndifæðu sem virka róandi fyrir þig, (t.d. að draga athyglina í aðra átt, verða upptekin við verkefni, fara út og ganga í kringum húsið, fá sér vatn að drekka, hringja í vin, fá sér sykurlaust tyggjó o.fl.)  Tilfinningin líður hjá og smám saman breytist þessi þörf.

2.      Þekkja freistandi fæðutegundir sem þú átt erfitt með að stjórna eða neita þér um. Elskar þú ís, súkkulaði eða kartöfluflögur? Ef svo er gætir þú átt erfitt með að stöðva þig þegar þannig stendur á. Eftir fíknát kemur tilfinning um að þú hafir klúðrað góðum ásteningi og getir því bara haldið áfram þar til pakkinn er búinn.  Ef þetta kemur fyrir í hverri viku ertu í vanda.  Gott er að setja sér takmarkanir á magni eða hafa fyrirfram ákveðna aðferð til að grípa til (e.t.v. borða eitthvað hollara sem þér finnst gott og kemur í staðinn). Ef þú ekki treystir þér er ágætt að sleppa því að kaupa slíkar vörur, eða kaupa bara litlar einingar.

  • Stundum fer sykurinn leynt svo það þarf að lesa á umbúðirnar  
  •     Það eru 70 gr. af sykri í dós af jógúrt   

3.      Borðar þú þegar þér leiðist? Matur er oftast nálægt okkur og eldhúsið er hjarta heimilisins, á mörgum vinnustöðum liggja sætindi fyrir framan fólk og sumir fá sér snakk þó það hafi nýlokið við hádegismatinn.  Það hjálpar mörgum að hafa lista af hlutum sem þarf að gera til að grípa í, góð líðan skapast þegar hægt er að stroka út af listanum og sigrast á freistingum.  Vera búin að hugsa fyrirfram hvaða athafnir  virka vel fyrir þig við þessar aðstæður og framkvæma þær.

4.      Ert þú að borða meðan þú ert að gera eitthvað annað?  Sumir venja sig á að borða fyrir framan sjónvarp eða tölvu og eru alls ekki meðvitaðir um það magn sem þeir innbyrða og finna varla bragð fæðunnar. Eru jafnvel orðnir yfir sig saddir áður en þeir átta sig á því.  Það hefur verið sýnt fram á að því lengur sem við borðum því fleiri hitaeiningar innbyrgðum við jafnvel þó fólk borði mishratt.  Best er að taka sér matarhlé frá öðrum athöfnum. Einbeita sér að því að borða og njóta fæðunnar, þá tekur líkaminn eftir því að þú ert að borða svo tilfinning um að vera mett kemur á eðlilegan hátt (sjón, lykt, tyggja, melta). Góð regla er að fá fjölskylduna saman við matarborðið á ákveðnum tíma og njóta máltíðarinnar saman án truflana.

Hér er ýtarlegri umfjöllun á ensku um samband fólks og mataræðis

Gangi þér vel að ná stjórn á þínu mataræði og njóta matarins, verði þér að góðu!

Heimild: heil.is