Fara í efni

Úti á sjó sunnudagshristingur

Það má líka alveg drekka þennan þó þú sért ekki úti á sjó.
Þessi er kallaður úti á sjó hristingur
Þessi er kallaður úti á sjó hristingur

Þessi er nokkuð góður skal ég segja ykkur. 

Hráefni: 

10 stk. tómatar skornir í báta
2½ stk. agúrkur hýddar og skorinar í bita
4 stk. vorlaukar skornir í bita
4 stk. hvítlauksrif fínt söxuð
750 ml tómatsafi
cayennepipar af hnífsoddi
smá sjávarsalt
nokkrir ísmolar

Allt sett í blandara og keyrt vel saman þar til kekkjalaust.

Þessi styrkir ónæmiskerfið; A-, C- og E-vítamín, fólínsýra og járn.

Gott að bera fram með þessu agúrkustöngul ef vill eða dillkvist.

Uppskrift fengið af vef tm.is