Fara í efni

Viltu bjartari og stærri augu? 3 góð ráð til þess

Það er oft sagt að augun séu gluggi sálarinnar enda eru augun oft það fyrsta sem fólk tekur eftir hjá öðrum. Það er því mikilvægt að draga fram það besta við augun svo þau fái að njóta sín. Hér eru 3 skotheld ráð til að láta augun virka stærri og bjartari. - See more at: http://www.tiska.is/utlit/snyrtivorur/nanar/6130/viltu-bjartari-og-staerri-augu-3-god-rad-til-thess#sthash.cR11yfac.dpuf
Björt og falleg augu eru æðisleg
Björt og falleg augu eru æðisleg

Það er oft sagt að augun séu gluggi sálarinnar enda eru augun oft það fyrsta sem fólk tekur eftir hjá öðrum.  Það er því mikilvægt að draga fram það besta við augun svo þau fái að njóta sín.  Hér eru 3 skotheld ráð til að láta augun virka stærri og bjartari.

Augnhárabrettari
Jafnvel þótt þú notir maskara sem krullar augnhárin og lætur þau virka lengri  þá er mjög góð hugmynd að nota augnhárabrettara áður en þú setur upp andlitið.  Uppbrett augnhár láta augun virka meira opin og þar af leiðandi stærri. 

Til að láta þetta endast getur verið gott að hita aðeins brettarann með hárblásara (3 – 4 sekúndur).
 

Hvítur eða ljós augnskuggi
Ef þú setur örlítið af hvítum eða ljósum augnskugga í augnkrókinn þá virka augun bæði hvítari og stærri. (við erum að tala um svæðið þar sem tárakirtillinn er).


Augabrúnir
Hvort sem þú plokkar eða vaxar augabrúnirnar þá er mikilvægt að hugsa um þær og móta þær.  Ef þú hugsar um augabrúnirnar vel og passar að þær séu vel snyrtar og mótaðar þá hjálpar það til við að láta augun virka stærri.

Heimild: tiska.is