Fara í efni

Vissir þú að rækjur eru fullar af hollustu?

Rannsóknir hafa sýnt að rækjur eru afar góðar fyrir þig.
Þær eru dásamlegar
Þær eru dásamlegar

Rannsóknir hafa sýnt að rækjur eru afar góðar fyrir þig. 

Hér í þessari grein eru allar upplýsingar um gæði rækja og hvað þær geta gert fyrir þig.

Færðu samviskubit í hvert sinn sem þú borðar rækjur? Hefur þú áhyggjur af þær séu háar í kólestróli?

Rækjur eru eitt af bestu sjávarföngum sem við getum borðað og eru í lagi fyrir þá sem að eru með eðlilegt kólestról.

Þær eru lágar í kaloríum og slæmu fitunni og þó þær séu háar í kólestróli þá hafa vísindamenn sýnt fram á að rækjur í hófi hækki ekki kólestrólið.

En ef þú hefur ennþá áhyggjur af kólestrólinu skaltu gufusjóða eða grilla rækjurnar.

Geta unnið á krabbameini – selenium 57%

Í hverjum 100 g af guðusoðnum rækjum þá er líkaminn að fá mjög gott magn af selenium. Skortur á þessu efni hefur verið tengdur við margar tegundir af krabbameinum.

Fyrir hár, húð og neglur – prótein 42%

Dýrustu sjampó og krem eru ekki að gera þér neitt gott af að líkaminn er ekki að fá næginlegt prótein. Og rækjur eru afar ríkar af próteini.

Koma í veg fyrir blóðleysi – B12 – 25%

B12 vítamín styður við framleiðslu á rauðu blóðkornunum og kemur þannig í veg fyrir blóðleysi.

Auka orkuna – járn – 17%

Þreyta og slen eru oft merki um járnskort í líkamanum. Járn er afar nauðsynlegt því það gefur okkur orku.

Góðar fyrir beinin – phosphorous – 14%

Rækjur eru hlaðnar phosohorus. Kalk og phosphorus eru tvö aðal næringarefnin sem vinna með beinum og tönnum.

Berjast gegn þunglyndi – Omega-3 – 347 mg

Eins og fiskur, þá eru rækjur ríkar af omega-3. Rannsóknir hafa sýnt að omega-3 vinnur vel á móti þunglyndi.

Koma blóðsykrinum á rétt ról – magnesíum – 8%

Þessar litlu bleiku rækjur eru fullar af magnesíum, rannsóknir sýna að magnesíum getur unnið á móti sykursýki 2.

Heimild: healthdigezt.com