Fara í efni

Offitan í henni Evrópu.

Ein pilla á dag mun seint gera okkur mjó. Það er ekki í augnsýn nein svoleiðis pilla.
Fundað i Prag.
Fundað i Prag.

Góðan daginn.

Já komin heim og það snjóar.
Þetta er svo stórundanlegt í hvert sinn....ganga inn í vor i Evrópu og koma svo heim í vetur.
Kemur manni alltaf jafn mikið á óvart.

Þessi vika hefur verið ótrúleg.
Að við séum komin saman sjúklingaráð inn i stór samtök sem vinnur að rannsóknum og ummmönnum offitunar í henni Evrópu og víða.
Við höfum verið hóuð saman til samstarfs.
Þetta er annað árið sem sjúklingaráðið kemur saman.
Síðast í Búlgaríu í fyrra.
Og er að myndast góður kjarni.

En hvert er okkar hlutverk inn i svona stóran hóp fræðimanna ?
Ég mundi segja stórt !
Við erum fólkið sem þeir vilja hjálpa :)
Þeir vinna hörðum höndum að rannsóknum á offitunni.
Og allir að gera sitt í átt að betri heimi.
Það eru líka lyfjafyrirtækin sem koma að þessu.
En verð að segja þaðan er kannski endilega hjálpina að finna.
Jú lyfin er mörgum nauðsyn.
En til þess að lyfin virki sem skildi þarf að breyta um lífsstíl .
Ein pilla á dag mun seint gera okkur mjó.
Það er ekki í augnsýn nein svoleiðis pilla.

Okkar hlutverk er líka að miðla okkar reynslu.
Og vilja þeir ólmir fá okkar sjónarhorn á okkar daglega lífi .
Hvað er það sem kemur manneskju í hóp sjúklegrar offitu.
Og afhverju hreinlega erum við feit ef þeir eru með lausnir hægri vinstri fyrir okkur :)
Offitan er svo allskonar.
Hún er ekki bara eitthvað eitt.
Manneskja sem er of þung.
Það liggja svo margar ástæður fyrir .
Og það þarf að vinna með allan þáttinn.
Ekki bara kílóafjöldan.
Hann nánast kemur þessu ekki við .

Margir vilja vita mína sögu þarna úti.
Hef sennilega þurft að þylja hana upp þessa vikuna svona 100 sinnum.
Afhverju get ég farið þessa leið ....afhverju geta ekki allir farið þessa leið.
Þetta er ekki svona einfalt.
Við erum svo allskonar og sem betur fer ekki steipt í sama formið.
Hver og einn verður að finna sína leið.
Það er hægt að blanda nokkrum leiðum saman....finna sitt!

Læknarnir margir og aðrir ummönunar aðilar tala nefnilega mikið um ... "Afhverju hlustar sjúklingurinn ekki á mig"
Því ef hann bara hlustaði á mig....væri þessi aðili orðin grannur brosandi og hress.
Ef hann bara fylgdi mínu programmi.
Þetta vildu margir fá svör við.

Þetta er ekki svona einfalt :)

Offitan er komin til að vera því miður.
En við megum aldrei gefast upp!
Offita drepur við vitum það .
Svo afhverju erum við þá svona feit ennþá.

Margir skilja þetta ekki.
Og eru fordómarnir margir hverju skelfilegir.
Við í sjúklingaráði eigum okkar sögur.
Og við deilum þeim...en dveljum ekki þar.
Við erum samankomin í átt að betri heimi offitunar ekki til að væla okkur í gegnum sorg og aumingjaskap.
Við erum sterkir aðilar sem viljum réttlæti :)
Ofitu sjúklingur ....er aðili sem á allan rétt á að hann sé hlustað.

Við erum að vinna saman ásamt læknum og rannsóknaraðilum að stóru verkefni saman.
Eitt að okkar verkefnum núna er að læknar komi fram við offitu sjúkling af virðingu.
Að hann hlusti á það sem sjúklingurinn hafi að segja án þess að ráðast strax á kílóafjöldan sem hann ber.
Og að fordómar í garð okkar sem glímum við offituna verði af sjálfsögðu minni...jafnvel hverfi.

En það sem ég er svo ótrúlega ánægð með .
Að við erum loksins MEÐ!
Að við erum loksins sýnileg.
Að á okkur sé tekið mark á.
Og það er alveg hreint ótrúleg hvað við getum gert saman.....ef við stöndum saman.
Þetta sjúklingaráð er glænýtt fyrir þessum samtökum.
www.easo.org
Og eru hérna nokkrar sögur sem við offitusjúklingarnir höfum að segja.
http://easo.org/category/patient-council

Það er aðeins eitt land sem hefur gengið alla leið með offituna og skilgreint hana sem sjúkdóm.
Það er Portúgal.
Ótrúlegt hvað það land er komið framarlega með offituna.
Og tildæmis fólk sem í magaðagerðir fara fá fylgni í sex ár.
Og þar sem þetta er skilgreint sem sjúkdómur eru leiðrettingar á líkamanum inni í því prógrammi.
Stórar svuntuaðgerðir og annað eru þar inni.

Við munum berjast áfram :)
Ef offitan er orðin svona stór áhættuþáttur í heiminum.
Ber okkur öllum skilda að hjálpast að.

Því opnari sem umræðan um offituna er ....því minni fordómar :)
Ég er offitu sjúklingur.
Þótt kílóanum hafi fækkað .
En ég lifi með þessum sjúkdómi í sátt.
Ég er ekki offita ég er bara Sólveig sem vinnur hörðum höndum við að verða hraustari og sterkari :)
Offitan mun aldrei sigra mig :)

Njótið dagsins.

#easo2015