Fara í efni

Allt er hægt með þolinmæðinni

Já lífið hefur svo sannarlega breyst á stuttum tíma. En heila málið er hreint mataræði.
Allt er hægt með þolinmæðinni.
Allt er hægt með þolinmæðinni.

Góðan daginn.

Já allt er hægt ef þú ætlar þér.
En það getur vel verið að leiðin sem þú byrjaðir á taki kannski aukakróka og þú komir þér stundum í ógöngur og allt .
En aldrei gefast upp.

Ég tók þá ákvörðun að fara borða.
Og tók þá ákvörðun að fara hreyfa mig.
Einn dagur í einu.

Á þessum þremur árum er allt breytt.
Ég er búin að breyta sjálfri mér í hraustara eintak.
Búin að losa mig við rúmlega 50 kíló af aukabyrgði sem ég lifði með 24/7.
Að vakna með þessi aukakíló var erfitt.
Ég var oft þung og verkjuð...hugurinn annsi slappur.
Að fara sofa....gleypa svefntöfluna.
Passa upp á að nóg sem af bakflæðistöflum í náttborðskúffunni...því ég borðaði þær nánast í svefni hér áður.
Hef ekki verslað þessar töflur í 3 ár :)

Skelti í mig MS lyfi við vöknun....sem mundi hressa mig við .
Lyf sem er notað við MS þreytu ....þegar að þreytan er algjörlega búin að taka yfirhöndina......síðustu töflurnar mínar runnu út fyrir nokkrum árum.

En afhverju gera þetta þá ekki allir...ef þetta virkar svona vel það sem ég er að gera ???

Það er vegna þess!!
Að við erum öll allskonar.
Og þótt að ég hafi farið mína leið í þessum málum....hentar hún kannski ekki öllum hinum :)
Það eru svo sannarlega ekki margir sem ná að losa sig við öll lyf og lífa sem hraustara eintak.
Algjör forréttindi.

En hvað er það sem ég gerði :)
Ég eins og ég sagði fór að borða.
Borða mat :)
Hreyfa líkamann.....og fá vöðva :)

Í staðin fyrir að leggjast niður og grenja....og fara í einn eina megrunina fór ég að kynna mér hvað á maður að borða.
Hvað virkar á líkamann.
Eftir að hafa verið með allskonar lyf í gegnum árin við þessu og hinu......gat ég ekki hugsað mér nein fæðubótarefni.
En aftur á móti í dag skil ég þetta svo allt öðrvísi :)
Fæðan mín í dag er mitt fæðubótarefni :)
Ég borða til að lifa hraust.

Já ef einhver hefði spáð fyrri því að þreytta alltof þunga Sólveig sem komin var á endarstöð.....væri farin að eiga rödd sem fólk hlustaði á í dag.
Hefði hlegið mig máttlausa og haldið að sá aðili væri galin.

En allt getur gerst :)
Og núna í mai er mér boðið aftur á vegum Evrópu samtaka lækna og annara ummönnunar aðila offitu sjúklinga að taka þátt í stórri ráðstefnu sem haldin er í Prag.....í fyrra var það Sofia.
Og þarf meira að segja að tala...ekki nóg með það það verður tekið upp og notað :)
Röddin farin að heyrast...út fyrir landsteinana.

Í gærkvöldi fékk ég Email frá þessum samtökum og eru að bjóða mér að fara til Kaupmannahafnar nokkrum dögum eftir Prag heimsóknina.
Þar er verið að kalla eftir rödd sem talar mínu máli :)
Á eftir að svara þessu emaili....hvað segið þið á konan ekki að skella sér ?? 

Já lífið hefur svo sannarlega breyst á stuttum tíma.
En heila málið er !
Hreint mataræði.
Fyrir mitt leiti ef fæðan er góð....jafnvel súper góð er það nóg.
Það sem ég tek nú samt inn er Omega-3 með D vítamíni.
Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með hollum mat.
Sjáið bara myndina af mér....
Þetta er ótrúlegt.
Fæðan .....og hreyfingin breytir manni.
Holla fæðan :)
En sú óholla breytir manni líka....þann veg hef ég farið.
Og almáttugur þið sem eruð á þeirri ferð....staldrið við !
Allt er hægt <3

Njótið dagsins :)