Fara í efni

Hvað skal gera ef eitthvað festist í leggöngum ?

Kvensjúkdómalæknar vita bestu leiðirnar ef eitthvað skyldi festast í leggöngum, því þessir læknar hafa reynsluna af því að losa það sem neitar að koma niður.
Hvað skal gera ef eitthvað festist í leggöngum ?

Kvensjúkdómalæknar vita bestu leiðirnar ef eitthvað skyldi festast í leggöngum, því þessir læknar hafa reynsluna af því að losa það sem neitar að koma niður.

Eins og hver annar gestgjafi, þá eru leggöngin oftast ánægð með að taka á móti gestum…svo framalega sem þeir dvelji ekki of lengi.

En stundum gerist þetta.… að gestur bara fer ekki. Eitthvað hefur náð að festa sig í leggöngunum og það er ekki með neinu tauti eða rauli hægt að losa um það og ná því út.

Sem betur fer þá eru til ráð við þessu og einnig getur kvensjúkdómalæknirinn þinn hjálpað þér.

Oftast eru þetta hlutir eins og tíðartappar eða smokkar. Hvort heldur sem er, þá þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því að þetta muni vera fast til síðasta dags.

Það allra algengasta sem konur lenda í að festist í leggöngum eru …

…tíðartappar og getnaðarvarnir eins og smokkar,hettan og svampar.

Einnig er til getnaðarvörn sem heitir NuvaRing og svo estrogen hringir sem notaðir eru af konum sem komnar eru á breytingaraldurinn.

Þó þú takir eflaust strax eftir því hvort að smokkur eða hettan hafi ekki skilað sér þá eru dæmi um að konur hafi gleymt tíðartappa í leggöngum og sett annan upp fyrir neðan þennan sem var þegar.

Ef þig grunar að þú hafir gleymt tíðartappa í leggöngum þá má ganga frá því vísu að þú ferð að finna slæma lykt koma frá leggöngum þegar líða fer á daginn.

Ef eitthvað af ofangreindu hefur gleymst eða situr fast í leggöngum þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að þessir hlutir fari á flandur um líkamann. Leggöngin eru ekki opin í báða enda eins og rör. Leghálsin er jú þarna en hann er til að koma í veg fyrir að hættulegar bakteríur og já tíðartappar og smokkar flækist úr leggöngum.

Auðvitað opnast leggöngin þegar barn þarf að komast í gegn en þau vinna virkilega gegn því að eitthvað sleppi í gegn hina leiðina.

Gleymist tíðartappi of lengi í leggöngum er hætta á blóðeitrun en það er afar sjaldgæft.

Og þá er það málið, hvernig náum við þessum hlutum sem festust út aftur?

Það er gott að fara í heita sturtu eða bað til að slaka vel á og setja vísifingur upp í leggöng og reyna að ná í aðskotahlutinn. Gott getur verið að setja sleipiefni á fingurinn, eða vaselín, einnig er gott að beygja sig niður svona eins og þú sért að pissa úti í náttúrunni, rembast og setja svo fingurinn inn til að athuga hvort þú getir ekki veitt út það sem situr þar fast.

Mundu þetta, ef smokkur er fastur og þú nærð honum út sjálf þá máttu anda léttar en ef þú ert ekki á pillunni þá þarf að gera aðrar ráðstafanir.

Einnig ef þú þekkir ekki vel þann sem þú svafst hjá þá skaltu fara til læknis og óska eftir stroku vegna kynsjúkdóma.

Vertu viðbúin að kalla á aðstoð

Ef þú nærð með engu móti að losa það sem situr fast þá þarftu að leita aðstoðar. Og endilega mundu þetta, það er engin skömm að því.

Kvensjúkdómalæknar sjá þetta það oft að þeir eru vanir. Svo ekki bíða of lengi með að fara og láta ná í óæskilegan fastan aðskotahlut í leggöngum.

Læknirinn notar langa töng eða slíkt áhald til að sækja það sem situr fast í einhverju litlu horni í leggöngunum þínum. Og ef allt er í lagi þá tekur þetta örstutta stund.

Heimild: self.com

 

 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?