Fara í efni

Kynlíf er raunverulega allra meina bót!

Getur verið að með því að stunda kynlíf reglulega megi bæta líðan síðan og heilsu að mörgu leyti?
Kynlíf er raunverulega allra meina bót!

Getur verið að með því að stunda kynlíf reglulega megi bæta líðan síðan og heilsu að mörgu leyti?

Svo vilja sérfræðingar meina og þreytast þeir seint á því að segja okkur hversu gott kynlífið sé fyrir okkur. Samkvæmt þeim getur kynlífsiðkun víst gert ótrúlegustu hluti fyrir líkama og sál.

Fyrir utan ánægjuna sem kynlíf veitir eru hér tólf atriði sem kynlíf getur annað hvort læknað, dregið úr eða gert betra.

1. Kynlíf getur hjálpað til við góðan svefn

Það þykir margsannað að kynlíf hjálpar okkur að slaka á. Við kynmök losna hormónarnir oxytocin út í líkamann en þessir hormónar eru gjarnan kallaðir ástarhormónarnir. Þeir veita vellíðan og ákveðna ró og nánd. Þannig að ef þú getur ekki sofið þá veistu hvað þú átt að gera.

2. Kynlíf getur læknað höfuðverk

Já, þar flaug sú gamla afsökun út um gluggann að kenna höfuðverknum um að geta ekki haft mök. Fyrir þá sem þjást af mígreni er kynlíf víst mjög góð lausn við höfuðverknum og gæti jafnvel verið betri leið en verkjatöflurnar. Við mök myndast endorfín hormónar í heila sem eru verkjastillandi.

3. Kynlíf dregur úr stressi

Það er að segja það hjálpar þér að vera minna stressaður. Það eru oxytocin hormónarnir sem veita þessa róandi tilfinningu.

4. Kynlíf minnkar verkjanæmi

Talið er að kynlíf geti hækkað verkjaþröskuldinn og þar með látið þig finna minna til. Það er endorfínið sem myndast er virkar eins og náttúruleg verkjatafla.

5. Kynlífið getur dregið úr veikindadögum . . . LESA MEIRA 

 

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?