Fara í efni

Af hverju eru konur alltaf með samviskubit?

Það er eng­um hollt að vera sí­fellt með nag­andi sam­visku­bit.
Af hverju eru konur alltaf með samviskubit?

Það er eng­um hollt að vera sí­fellt með nag­andi sam­visku­bit.

En rannsóknir leiða í ljós að 96 pró­sent kvenna fái sam­visku­bit að minnsta kosti einu sinni á dag og stór hluti kvenna seg­ist fá sam­visku­bit allt að fjór­um sinn­um á dag.

Hvað er málið?

Eru kon­ur svona sam­visku­sam­ar að eðlis­fari og er þetta því eitt­hvað líf­fræðilegt?

Of miklar kröfur?

Eða er kannski stóri þátt­ur­inn í þessu sá að konur ger­a allt of mikl­ar kröf­ur til sín? Og þegar kröf­urn­ar eru orðnar of mikl­ar þá bogna þær og allt það sem þær ætl­ast til af sér sjálf­um get­ur ein­fald­lega ekki gengið upp.

Kon­ur eru svo van­ar því að hugsa um aðra enda kann­ast lík­lega flest­ar konur við það að setja þarf­ir annarra á und­an sín­um eig­in. Þetta er dæmi­gerð hegðun og teng­ist ef­laust bæði líf­fræðileg­um þátt­um sem og sam­fé­lags­legri mót­un. Flest­ar kon­ur tala til dæm­is um að sam­visku­bitið auk­ist eft­ir að þær eign­ast börn. Oft er ástandið það slæmt að kon­ur hrein­lega missa svefn vegna nag­andi sam­visku­bits.

Að valda öðrum vonbrigðum

Fjöl­marg­ar ástæður geta legið að baki sam­visku­bit­inu. Það er ekki bara eitt­hvað eitt sem þjak­ar konur þótt sumt vegi vissu­lega þyngra en annað. Helstu ástæðurn­ar eru fjar­vera frá börn­um, vinn­an, óhollt mataræði, lík­amsþyngd og að valda öðrum von­brigðum.

Kon­ur vilja standa sig vel í vinnu og klífa met­orðastig­ann – en um leið gera þær kröf­ur til sjálfra sín um að vera of­ur­mæður. Það krefst tölu­verðs jafn­væg­is milli vinnu og einka­lífs og er hæg­ara sagt en gert. Sam­visku­bitið nag­ar í vinn­unni þegar kon­an er ekki að sinna börn­un­um og svo öf­ugt þegar hún er ekki í vinn­unni.

Sér­stak­lega er það móður­hlut­verkið sem kem­ur inn sam­visku­biti hjá konum en einnig hlut­verk þeirra sem eig­in­kon­ur og dæt­ur. Þegar konur setja ekki aðra í fyrsta sæti finnst þeim þær ekki vera að sinna hlut­verki sínu og fyllast því sam­visku­biti.

Að kunna að segja nei . . . LESA MEIRA