Fara í efni

Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit – Cara Delevingne módel og leikkona

Afhverju ætli fólk sem virðist hafa og eiga allt verða þunglynt ?
Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit – Cara Delevingne módel og leikkona

Afhverju ætli fólk sem virðist hafa og eiga allt verða þunglynt ?

Á yfirborðinu lítur allt afar flott og vel út og Cara Delevingne módel og leikkona lifir góðu lífi og hefur allt til alls og meira til. En hún hefur verið að berjast við sjálfsvígshugsanir og er enn í dag að eiga við sitt þunglyndi.

Sérfræðingar segja að þetta sé alls ekki óalgengt.

Í apríl skrifar Cara um sitt þunglyndi á Twitter. “Þetta kemur í köstum, sjálfshatur og fleira”. Hún er á hátindi fyrirsætu ferils síns og nú opnar hún sig enn frekar um sína baráttu í nýju viðtali.

“Ég var með sjálfsvígshugsanir” sagði hún í viðtali við Esquire. “Ég veit vel að líf mitt er afar gott og ég hef verið heppin með það en það eina sem komst að hjá mér á tímibili var að deyja. “Mig langaði einfaldlega ekki að vera til lengur” sagði Cara.

Þunglyndi er aðal orsök fyrir örorku hjá fólki frá 15 – 44 ára í Bandaríkjunum.

Cara sagði einnig: Jafnvel fólk sem hefur allt og skortir alls ekki neitt getur verið að berjast við þunglyndi. Þunglyndi fer ekki í manngreiningarálit. Og þó þú hafir nóg að peningum og getur gert allt sem þig langar að gera, þá getur það ekki keypt hamingjuna né lífslöngun.

Ef að manneskja kaupir þann misskilning að lifa lífi hinna ríku muni gera hana hamingjusama eru miklu frekari líkur á að þessari sömu manneskju fari að finnast hún einskisvirði, allt sem hún gerir er rangt á einhvern hátt og þunglyndið tekur við.

Að eiga bankareikning fullan af peningum kaupir ekki hamingjuna. Frekar að það láti þessa ríku manneskju fara að líða eins og hún sé ekki nógu góð, það er allt keypt sem hugurinn girnist, ferðast um allan heim en það vantar ansi oft alla hlýju í samband þessara manneskju og á endanum finnst henni hún vera ein í heiminum, er áttavilt og endar í kvíða og þunglyndi.

Ef þú vilt lesa viðtal Delevingne til enda smelltu þá HÉR.