Fara í efni

Goðsögnin um hinn átta tíma svefn

Við höfum oft áhyggjur af því að liggja andvaka um miðja nótt – en veistu, það gæti verið gott fyrir okkur.
Áhugaverðar pælingar um svefn
Áhugaverðar pælingar um svefn

Við höfum oft áhyggjur af því að liggja andvaka um miðja nótt – en veistu, það gæti verið gott fyrir okkur.

Bæði vísindin og sagan segja að þessir átta tímar sem við eigum að sofa á nóttu sé ónáttúrulegt.

Snemma á níunda áratugnum gerði Geðlæknirinn Thomas Wehr tilraun þar sem hann fékk hóp af fólki til að dvelja í myrkri í 14 klukkutíma á dag í heilan mánuð.

Það tók smá tíma fyrir þennan hóp að koma reglu á svefninn en á fjórðu viku voru þessir einstaklingar komnir með fasta svefnvenju. Þau sváfu fyrst í fjóra klukkutíma, voru svo vakandi í einn til tvo tíma og sofnuðu svo aftur í fjóra tíma.

Þó svefnsérfræðingar hafi verið hrifnir af þessari tilraun, þá er það enn í gildi að sofa í þessa átta tíma á nóttu.

Árið 2001 gaf sagnfræðingurinn Roger Ekrich út ritgerð sem hann hafði unnið að í 16 ár. Þar rannsakaði hann svefnvenjur fólksins í gegnum aldirnar. Þarna sýndi hann fram á að áður fyrr þá svaf fólk í tveimur hollum.

Þá fór fólk að sofa stuttu eftir að dimmdi og svaf í fáeina tíma, vaknaði svo og var uppi í tvo til þrjá tíma og tók þá seinni hluta svefnsins.

Í bæklingi frá lækni á 16.öld í Frakklandi ráðlagði hann pörum að besti tíminn til að geta barn væri ekki eftir langan dag af vinnu, heldur eftir “fyrsta svefn”, svo þegar þau vöknuðu eftir þennan fyrsta svefn þá væru bestu líkurnar á að geta barn.

Svefn þrepin

Á hverjum 60 til 100 mínútum förum við í gegnum fjögur þrep af svefni.

-         Þrep 1 er hálfgert slen og slökun, að vera á milli svefns og vöku, andadráttur er hægur, vöðvar í slökun og hjartsláttur hægist.

-         Þrep 2 er dýpri svefn. Þér finnst þú kannski vera vakandi og þýðir þetta að margar nætur ertu sofandi en veist ekki af því.

-         Þrep 3 og þrep 4 eru djúp svefn. Það getur verið erfitt að vakna af djúpsvefni vegna þess að í djúpsvefni er líkaminn næstum óvirkur.

-         Eftir djúpsvefn förum við beint á þrep 2 í nokkrar mínútur og síðan er það draumsvefninn, kallaður REM svefn (rapid eye movement).

Í dag virðast flestir hafa aðlagast að þessum átta tíma svefni, en Ekrich trúir því að mörg svefnvandræði eigi rætur sínar að rekja til náttúrulegs vals líkamans um að sofa í hollum. Einnig komi ónáttúrlegt ljós eins og af sjónvarpi og tölvum mikið við sögu þegar svefnvandamál eru til staðar.

En stór hluti af læknum vilja ekki gangast við að þessir átta tímar í svefn séu ónáttúrulegir.

Margaret Thatcher var fræg fyrir að sofa bara í fjóra tíma á nóttu.

Yfir 30% af vandamálum sem læknar eru að eiga við varðandi svefnvenjur eru þær að þeir eru of gjarnir á að gefa svefnlyf.

Þannig að mundu þetta, næst þegar þú vaknar um miðja nótt, hugsaðu til forfeðra þinna og slakaðu á. Að liggja vakandi getur verið gott fyrir þig.

Heimildir: bbc.com