Fara í efni

DIY – auðveldur Avókadó andlitsmaski

Hreinsar út öll óhreinindi og kemur í veg fyrir ótímabæra öldrun húðarinnar.
Súper auðveldur andlitsmaski
Súper auðveldur andlitsmaski

Hvort sem þú ert að setja avæokadó á brauðið þitt eða að henda í með smoothie dagsins, þá fer ekki á milli mála að avókadó er búinn að stimpla sig rækilega inn hjá okkur og við virðumst ekki fá nóg af honum.  En hvernig væri að prufa að setja hann í andlitið?  Oft á tíðum þá erum við búnar að kaupa okkur rándýra andlitsmaska sem kostar okkur hálfan handlegg og langt upp að öxl!  Hvernig væri að gera sinn eigin maska og spara aðeins?

Hráefni:

  • ¼ avókadó
  • 1 msk grískt jógúrt
  • ½ tsk matcha duft (grænt te)
  • 1 msk  lífrænt ræktuð kókósolía

Aðferð:

#1 Blandið öllum hráefnum vel saman.

#2 Setjið strax á hreina húð í andlitinu og forðist að maskinn  berist í augun.

#3 Látið sitja í 10-15 mínútur.

#4 Hreinsið vel af með volgu vatni. 

Avókadó er pakkaður af próteini og náttúrulegri olíu, sem gerir hann fullkomin fyrir aukin raka og teygjanleika fyrir húðina.  Sýran í grísku jógúrti aðstoðar þig við að hreinsa í dauðar húðfrumur.  Kókósolían hreinsar og endurnærir húðina á meðan matcha duftið (grænt te) detoxar og hreinsar út öll óhreinindi og kemur í veg fyrir ótímabæra öldrun húðarinnar.