Fara í efni

Fergurðarsamkeppni: Fræi sáð

Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur skrifar.
Fergurðarsamkeppni: Fræi sáð

Þegar ég var að alast upp á Íslandi á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar voru fegurðasamkeppnir í fullum blóma.

Engin ung íslensk stúlka gat náð lengra en að öðlast titilinn Fegurðardrotting Íslands.

Við systur og vinkonur mínar fylgdumst grannt með þessum árlegu keppnum, lágum yfir Vikunni og Fálkanum, skoðuðum myndir af þátttakendunum, spáðum í spilin og veðjuðum á hver myndi vinna.

Svo létum við okkur dreyma um í leyni  að sá dagur kæmi að okkur yrði boðin þátttaka í keppninni.

Þær voru margar glæsilegar konurnar í þessum keppnum og sigurvegararnir urðu samstundis að gyðjum í okkar augum, konur eins og María Guðmundsdóttir, Thelma Ingvarsdóttir og ekki síst Guðrún Bjarnadóttir, því hún varð ekki bara Fegurðardrottning Íslands, heldur líka Ungfrú Alheimur….vá…..

Það var því alls ekkert skrítið þegar framtakssöm bekkjarsystir mín í ellefu ára bekk stakk upp á því að efnt yrði til fegurðarsamkeppni meðal stelpnanna í bekknum. Kennarinn, sem var karl og hét Karl, tók vel í hugmyndina og keppnin var haldin á laugardagsmorgni, en á þessum árum var skólahald fram að hádegi á laugardögum.Tímarnir á laugardögum voru frjálsir tímar, þar sem nemendur fengu að láta ljós sitt skína meðal annars í leiklist, svo uppákoma eins og fegurðarsamkeppni var vel við hæfi.

Bekkjarsystirin sem átti hugmyndina að fegurðarsamkeppninni stjórnaði henni auðvitað. Hún valdi þáttakendurna, sem voru að vonum sætustu stelpurnar í bekknum, þær með himinbláu augun og ljósa englahárið og þær með brúnu augun og dökka hárið. Stelpur eins og ég með skollitað hár, gráblá augu og skakkar tennur áttu ekki sjens…

Stjórnandanum láðist að hafa með sér málband, svo hún varð að láta reglustriku duga, þegar hún mældi mjaðma, mittis- og brjóstamál og ... LESA MEIRA