Fara í efni

Hefur rakstur áhrif á hárvöxt?

Margir þeir sem stunda það að raka á sér líkamshár hafa áhyggjur af því að hárin komi til með að vaxa aftur grófari en áður.
Hefur rakstur áhrif á hárvöxt?

Margir þeir sem stunda það að raka á sér líkamshár hafa áhyggjur af því að hárin komi til með að vaxa aftur grófari en áður.

En er eitthvað til í þessari mýtu?

Eins og svo oft áður hafa vísindin svarið og eru góðu fréttirnar þær að rakstur hefur engin áhrif á vöxt hára.

Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar til að svara þessari spurningu og var ein þeirra birt í The British Medical Journal árið 2007. Í greininni var bent á að niðurstöður rannsókna allt frá árinu 1928 hafi sýnt að rakstur hefur engin áhrif á hárvöxt. Nýlegri rannsóknir hafa staðfest þær niðurstöður en auk þess sýnt fram á að við rakstur er það aðeins dauði hluti hársins sem er fjarlægður sem styður enn frekar að rakstur hafi ekki áhrif á hárvöxt.

Hvaðan er þessi mýta þá sprottin? Það kann að vera vegna þess að þegar hár fá að vaxa náttúrulega eru endar þeirra mjóir í annan enda en þegar hárin er rökuð verða endarnir flatir og virðast þau því vera grófari en órökuð hár.

En hvað með vax? Flesti hafa heyrt að sé vax notað í stað raksturs leiði það til þess að hárvöxtur verði minni með tímanum. Samkvæmt lækninum Michael Vagg er ekkert hæft í því. Hann bendir á að þegar hár eru plokkuð eða vöxuð er hárið fjarlægt úr hársekknum og er því lengur að vaxa upp aftur. Þegar hárin koma aftur eru þau mjó í annan endann og getur hárvöxturinn því virkað minni. Það er ekki útilokað að hárvöxtur minnki að einhverju leiti með tímanum en það myndi líklega taka nokkur ár.

Þeir sem kjósa að fjarlægja líkamshár geta þá hér með hætt að hafa áhyggjur af því að hárvöxtur aukist í kjölfarið.

Grein af vef hvatinn.is