Fara í efni

Óæskileg efni í snyrtivörum

Óæskileg efni í snyrtivörum sem ætti að forðast.
hvaða snyrtivörur notar þú ?
hvaða snyrtivörur notar þú ?

Óæskileg efni í snyrtivörum sem ætti að forðast.

1. Allt sem endar á Paraben. Getur truflað hormónastarfsemi og haft áhrif á ófrjósemi karla. Efnið hefur fundist í brjóstavef kvenna með brjóstakrabbamein.

2. Diethanolamine DEA, Triethanolamine TEA. Mjög algeng efni. Geta valdið ofnæmisviðbrögðum, þurrki í húð og pirring í augum. Geta myndað krabbamein ef komast í snertingu við nítrat.

3. Diazolidinyl Urea, Imidazolidinyl Urea, Hydantoin DMDM. Mikið notað í hárvörur. Getur losað um óæskilegt efni eins og formaldehyde sem er krabbameinsvaldur.

4. Sodium laureth/lauryl sulfate. Ódýrt freyði efni, mjög algengt, sem oftast er unnið úr bensíni. Getur valdið slæmum útbrotum og exemi td.í hársverði.

5. Petrolatum. Petroleum jelly (vaselín). Ódýrt efni, unnið úr olíu, sem gefur falskan raka á húðina. Olían liggur í raun bara á húðinni sem vörn en fer ekki inn og mýkir eins og ætlast er til. Hefur ekkert næringargildi fyrir húðina.

6. PEG Mjög eitruð aðskotaefni sem hækka sýrustig líkamans. Geta innihaldið ¼ -dioxane sem er talið geta valdið krabbameini, verið hormónaraskandi og truflað innkirtlastarfsemi.

7. Salicylic acid. Notað við húðvandamálum. Getur haft mjög slæm áhrif á húð og er ekki mælt með að ófrískar konur noti það.

9. Linalool. Ilmefni m.a. notað í sápur og sjampó, getur valdið ofnæmisviðbrögðum og slæmu exemi.

10. Fragrances. Tilbúin ilmefni sem engin leið er að vita hvað inniheldur. Getur verið allt að 200 efni sem geta valdið ýmsum óþægindum eins og t.d. höfuðverk, svima, útbrotum og ertingu á húð.

11. Benzene, Benzoic Acid, Benzoate. Mjög skaðleg rotvarnarefni sem geta valdið krabbameini og jafnvel fósturskaða.

13. Triclosan. Getur haft áhrif á starfsemi skjaldkirtilsins.

14. Formaldehyde. Mjög skaðlegt efni sem finnst í naglalökkum.

15. Phenoxyethanol Rotvarnarefni sem getur haft mjög skaðleg áhrif á húð og taugakerfi.