Fara í efni

Adidas Energy Boost – hlaupaskór

Adidas eru ekki best þekktir fyrir að vera með hlaupaskó en nýleg innreið þeirra á þann markað með Adidas Energy Boost hefur eflt þeirra stöðu.
Adidas hefur framleitt hlaupaskó
Adidas hefur framleitt hlaupaskó

Adidas eru ekki best þekktir fyrir að vera með hlaupaskó en nýleg innreið þeirra á þann markað með Adidas Energy Boost hefur eflt þeirra stöðu.

Fyrirtækið vill meina að þessir skór séu bylting í heimi hlaupaskónna og þó svo þetta sé kannski djarft af þeim að segja að þá eru þeir svo sannarlega að sýna að skórnir virki.

Þessir íþróttaskór eru gerðir úr nýju efni sem kallað er Boost og er ólíkt hinu hefðbundna EVA foam. Þessi breyting, samkvæmt Adidas færir meiri orku í fætur og leggi þegar þú hleypur. Og hafa margir staðfest að svo sé raunin.

Þessi Boost sóli sem minnir aðeins á styrofoam utan frá er áberandi fyrir “heel-striker” hlauparann. Þó það að leiða með hælnum sé ekki ráðlagt af vönum hlaupurum að þá er erfitt að hætta gömlum vana.

“Heel strike” á Boost sóla hefur sýnt áberandi léttleika í hæl og sóla á þessum skóm.

a

Adidas hefur hlotið mikla gagnrýni á þessum tiltekna sóla en prófanir sýndu að Boost sólinn gefur meiri kraft í hlaupin en Eva foam sólinn.

Þó sólinn sé eins og Styrofoam að þá er Boost sólinn alveg jafn léttur sem gerir það að verkum að þú ert léttari í spori á hlaupunum. Munurinn á hæð frá hæl og fram í tá er töluverður en það virðist ekki hafa neitt að segja um ágæti þessa hlaupaskó. Þeir eru afar þæginlegir og margir hlauparar hafa þegar fjárfest í pari.

a

Þó þú hafir reimað skóna vitlaust að þá styður miðsólinn alveg jafnvel við fótinn og þú getur haldið áfram að hlaupa án þess að þurfa að stoppa til að reima upp á nýtt.

The Adidas Energy Boost er afar þæginlegur og virkar vel. Þó svo að Boost efnið sé ekki það fallegasta að þá er tæknin sem var lögð í hönnun á þessum skóm sú besta sem í boði er.

Hlauparar hafa sagt að þeir geti hlaupið lengur og lengra og finni fyrir meiri orku í þessum skóm.

Þess vegna mæla hlauparar með þeim og segja að þeir sem eru að hlaupa á hverjum degi ættu endilega að prufa.

Heimildir: running-shoes-reviews.toptenreviews.com/adidas