Fara í efni

Yoga fyrir hlaupara

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið og er undirbúningur hlaupafólks í fullum gangi.
“Get running fit with yoga”.
“Get running fit with yoga”.

Nú styttist í Reykjavíkurmaraþonið og er undirbúningur hlaupafólks í fullum gangi.

Áhugaverð grein um yoga og hlaup birtist í maí útgáfu tímaritsins  OM Yoga and Lifestyle,  “Get running fit with yoga”.  
Ég vil endilega benda hlaupurum á auka undirbúning sem felst í yogaæfingum sem hjálpa hlaupurum að undirbúa hlaupið enn betur til þess að halda út hlaupið.

Fólki fer fjölgandi sem hefur uppgötvað yoga og stundað það meðfram hlaupinu.  Hlaup er ein mest krefjandi þolíþrótt sem tekur bæði á líkama og sál og hafa yogaæfingarnat reynst hlaupurum vel til að hlúa að liðamótum sem verða fyrir mikilli áreynslu í þessari íþrótt.  Langhlaup tekur á neðri hluta líkamans   og verða sérstaklega mjaðma-, hné- og ökklaliðamót fyrir mikilli áreynslu.

Hlaup er þannig íþrótt að hún veldur vellíðan þegar hjartsláttur fer í ákveðinn takt og ákveðnu þoli er náð.   Þegar takturinn er orðinn góður og við ráðum við að halda áfram þá fáum við endorfín framleiðslu og okkur líður vel við áreynsluna.  Endurtekningin sem hlaupið gefur okkur er góð en veldur þó álagi á ákveðin liðamót og yogaæfingar geta veitt vörn gegn álaginu.

Yoga styrkir ekki bara vöðvana í kringum liðamótin heldur líka jafnvægið.  Yogaæfingar eru gagnlegar til þess að auka meðvitund um líkamsstöðu og  líkamsbeitingu.

Öndun er svo aðalatriði í öllum áreynsluíþróttum  og hugleiðsla kemur skemmtilega á óvart þegar mikið reynir á.

Spyrðu sjálfa/n þig: Hef ég undirbúið mig undir hlaupið andlega?  Þegar þú átt einn þriðja eftir af hlaupinu ertu eflaust örmagna og gætir verið að hugsa í takt við þá líðan en ef þú temur þér yoga hugsjón, eða það að anda jafnt inn og út og taka eitt skref í einu þá nærðu ef til villl að ljúka hlaupinu með sterkari hugsjón..

Yoga í hita er mikil áskorun og reynir á þol, styrkleika, jafnvægi og liðkar til liðamót. 

Ef þú ert að hlaupa og undirbúa þig fyrir langhlaup, prófaðu þá yoga samhliða því til undirbúnings.  Yoga í hita hentar sumum enn betur.

Höfundur er Lexie Williamson og þýðandi er Jóhanna Karlsdóttir sem kennir Hot Yoga í Sporthúsinu í Kópavogi.