Fara í efni

Aldrei aldrei aftur í megrun.

Ég einblíni á einn dag í einu. Borða hollt og geri minn mat nánast allan frá grunni. Treysti á sjálfa mig.
Borðum vel og njótum lífsins.
Borðum vel og njótum lífsins.

Góðan daginn.

Í hvert sinn sem ég heyri orðið megrun rísa á mér hárin.
Eftir að hafa farið í óteljandi megranir og oft á tíðum hálf svelt sjálfa mig til að missa aukakílóin fékk ég einn daginn alveg nóg.
Gat ekki tekið þátt í þessu lengur.
Annað hvort varð ég að gefa bara eftir og fitna ennþá meira og enda í gröfinni vegna offitu eða breyta um lífsstíl.
Að breyta um lífsstíl gerist ekki á einni nóttu.
Ég er að breyta lífsstílnum mínum hægt og rólega.....búin að vera að þessu í tæp þrjú ár núna.
En vá ertu þá ekki komin í kjörþyngd!!!!

Afhverju erum við alltaf með þessa vigt á heilanum ?
Og töluna sem henni fylgir.
Reynum að einblína á hollustu og heilbrigt líf.
Hraustan líkama.....sterkan líkama sem getur allt :)

Í dag nota ég vigt allt öðrvísi.
Ég fylgist með vigtinni .
En ég er ekki með hana á heilanum og fer ekki lengur til helvítis ef illa gengur að koma henni niður.
Heldur fer ég áfram af kærleik og skynsemi.
Það þarf rosalegan aga á sjálfa sig að losa sig undan þessari vigtunar áráttu. Hún var komin á heilan á mér og stjórnaði líðan heilu dagana.
Annað hvort ofsa gleði eða sjálfshatur.
Ég einblíni á einn dag í einu.
Borða hollt og geri minn mat nánast allan frá grunni.
Treysti á sjálfa mig.
Og læt ekki blekkja mig lengur með megrunar bulli og hjálpar meðölum með loforð á kílóamissi.
Ég sé sjálf um mín kíló ekki töflur og drasl sem á mér hefur verið okrað í mörg ár.
Kaupi frekar hamingju egg.....flottann ósprautaðan kjúlla....ferskt grænmeti og fræ.

Lífið er til þess að njóta.
Nógu erfitt að þurfa díla við sjúkdóm sem á mig getur ráðist fyrirvaralaust.....en að vera ráðast á sjálfa mig af óþörfu !
Megrun aldrei aftur.
Sjálfsásakanir aldrei aftur.

Ég er bara alveg nóg.

Njótið dagsins.