Fara í efni

Hörpudiskur með Kúrbítsnúðlum .

Heilsuborgin tekin í morgun með stæl. það er þannig með þessa hreyfingu að því öflugri sem hún er þá kallar líkaminn og sálin á góðan mat .
Hörpudiskur með Kúrbítsnúðlum.
Hörpudiskur með Kúrbítsnúðlum.

Hádegið .

Heilsuborgin tekin í morgun með stæl.
það er þannig með þessa hreyfingu að því öflugri sem hún er þá kallar líkaminn og sálin á góðan mat :)
Fallegan hollan og umfram allt næringargóðan mat.
Passa sig á að borða mat sem fyllir og maður verði ekki svöng/svangur fljótt aftur :)

Þessi réttur bara til á smá tíma :)

Hörpudiskur með Kúrbítsnúðlum.

Skera niður grænmetið.
Bara eiginlega það sem til er hvert sinn 
Ég notaði Aspars , graslauk, hvítlauk, tómata og svo smátt skorinn kúrbít líka.
Steikti þetta á pönnu með chilli salti og pipar.
Síðan setti ég til hliðar grænmetið.
Aftur á pönnuna setti ég 1tsk. ísl smjör og létt steikti Hörpudiskinn ( einn lítill poki..dugði fyrir þrjá)
Kryddaði með lakkríssaltinu frá Saltverk Reykjaness og góðum nýmuldnum pipar.
Þá bætti ég við 1 tsk hreinum rjómaosti , 1 dl. fjörmjólk og smá af grænmetiskrafti frá Sollu.
Allt soðið upp og hrært vel saman.
Þá bæta grænmetinu úti.

Síðan fékk ég smá Haloumi með nammi nammi :)

Kúrbítsnúðlur.

Renna Kúrbít eftir rifjárni og fá langar ræmur .
Setja ræmurnar í pott með sjóðandi vatni ( fínt að bæta smá salti) 
og sjóða í 30sec.
Þá láta núðlurnar í sigti og láta leka ALLT vatn af!
Alls ekki gott mússí mússí :)

Fínt að nota svona núðlur með svo mörgu.
Tildæmis hakk og núðlur í staðin fyrir spagettí :)