Fara í efni

Feitastar eða mjóastar en að verða bara heilbrigðar ?

Hættum að láta teyma okkur í dilka eftir vigt og stefnum á að líða sem allra best heilbrigðum líkama Trúum á okkur sjálf. Byrjum upp á nýtt.
Þú ert það sem trúir á :)
Þú ert það sem trúir á :)

Góðan daginn.

"Home sweet home" eftir frábæra og fróðlega ferð til Búlgaríu.
Sofia koma mér töluvert á óvart hún er fyrir mér frekar sorgleg.
Mér finnst erfitt að finna fyrir svona mikilli stéttarskiptingu.
Hínn almenni Búlgari er ekki í góðum málum......en mafian er stór og hef ég sjaldan séð annan eins mismun á stéttum.
Nóg um það Sofia er að baki og hana hef ég nú heimsótt "Tikk í box" þar og seint vel ég að eyða fleiri dögum í þeirri borg þótt matarlega séð sé ég strax farin að sakna Búlgaríu.
Dásamlegur matur og mun ég seint gleyma himneska Geitarostinum þeirra.

En hvað skilur þessi ráðstefna eftir sig?
Hún skilur eftir sig annsi margt.
Engin hugljómum átti sér stað :)
En hún skilur það eftir sig fyrir mig persónulega að ég er á annsi góðu róli 
Fyrir mér er offita ekki kannski sorglegt vandamál.
En offita er allskonar og við sem erum í offitu eða höfum glímt við offitu erum allskonar :)
Og að hitta aðra melimi Evrópu með sínar lífsskoðanir á offitu var annsi skrautleg á köflum.
Ef þú alltaf lítur á málin sem "Vandamál" er erfitt að vinna að lausnum.
Ef þú ætlar alltaf að vera fórnarlamb og væla yfir framkomu annara í þinn garð verður þú hálfgerð væluskjóða.
Þannig er mín upplifun.
Ég var ekki komin alla leið á þessa ráðstefnu til að væla 
Væla yfir hve lífið er erfitt.
Það voru nokkrir þannig einstaklingar í hópnum.
Kannski sem hafa raunverulega gefist upp .
Síðan kom sjónarmið fólks fram sem hefur búið við offitu sem er í þeim skalla að ég get ekki sett mig í þeirra spor.
Einn frábær strákur sem var á sínum þyngsta punkti um 300 kíló.
Í dag er hann gjörbreyttur :)
Og dásamlegur einstaklingur með góða hugsjón og fallegar lífsskoðanir 
Nokkrir í hópum búnir að fara í magaaðgerð og einstaklega fróðlegt að heyra þeirra sjónarmið á lífinu.
Misjafnt hvernig fólki gengur að halda sinni offitu í skefjun.

EN allt er þetta hugarfar!!!
Þú verður að breyta hugarfarinu og hleypa birtu og gleði inn.
Að trúa á breytingar og treysta þeim.
Þetta er ekki spurning um "Will power"
Heldur hugar far að breyttum lífsstíl.
Lífsstíll sem hentar þér.
Ekki apa eftir öðrum og þvinga þig í "köku" form annara 
Við erum öll allskonar.
Meira að segja feitustu konur í heimi .
En hvernig væri að við hættum að pæla svona mikið í vigt?
Hvað hver er mörg kíló.
Hvað hver þarf að losa sig við mikið.
Heldur bara lifa með það hugarfar að verða heilbrigðari?
Við þurfum ekkert að vera stressa okkur að komast allar í kjörþyngd 
Heldur bara litlar breytingar í átt að hreinna mataræði og betra og léttara líf.

Hættum að láta teyma okkur í dilka eftir vigt og stefnum á að líða sem allra best heilbrigðum líkama 
Trúum á okkur sjálf.
Byrjum upp á nýtt.
Hreint mataræði og hreyfing eftir smekk mun koma okkur út úr heimi offitunar....ég er sannfærð og ennþá meira sannfærð eftir þessa ferð til hennar Sofiu í Bulgaríu 
Lærum matargerð frá grunni.

Eigið góðan dag .