Fara í efni

Megrun virkar ekki til lengdar.

Vera bara mannlegur :) Bjóða sjálfum sér upp á hollt og gott líf. Njóta lífsins.
Halda sínu striki.
Halda sínu striki.

Góðan daginn.

Áður en ég sættist við sjálfan mig og tók þá ákvörðun að verða hraust þá var ég alltaf að bíða eftir mánudeginum 
því þá mundi lífið byrja.
Ég yrði mjó.
Alltaf sama ruglið.
Keyrt upp með nýjan kúr ..... svoleiðis "stokkuð" upp af því nýjasta úr megrunarhillunum úr Apótekinu eða "nýju" brellunum sem þessi og hinn voru að selja ... sem "The stöff".
Svona kúra tók ég gegnum árin.
Misgóður árangur en yfirleitt keyrt upp sem ofbeldi.
Svelti og óhófleg hreyfing sem keyrði mig niður.

Alltaf stækkaði ég.
Megrun virkar ekki.
Hún er jafnvel hættuleg heilsu manna.

En hvað þá?
Það sem hentar mér núna eru ekki miklar væntingar.
Að halda áfram minni rútínu.
Einn dagur í einu.
Að vera með skipulag á bæði fæðunni og hreyfingunni.
Ekki gefa sjálfum sér afslátt.
Heldur halda áfram því sem farið var af stað með í byrjun.
Byrja rólega.
Frekar auka við en keyra í kaf á fyrstu viku.
Þetta er lífsstíll út lífið.
Ekki hraðferð í megrun.
Vöðvar byggjast ekki upp á núll einni.
Það þarf að hafa mikið fyrir því að byggja líkamann upp.

En ef maður er þolinmóður.
Stimplar gömlu gildin út.
Að hlutirnir virki með megrun og einhverjum ofbeldis fullum kúrum.
Þá hægt og rólega fer maður að trúa á sjálfan sig.
Því að vera alltaf tapari sem getur ekki haldið út einn skitinn megrunarkúr er ömurleg tilfinning.
Vera bara mannlegur :)
Bjóða sjálfum sér upp á hollt og gott líf.
Njóta lífsins.

Jæja frí í Heilsuborginni það er fimmtudagur 
Þá er bara að reima skónna fljótlega og njóta útiveru með drengnum mínum.
Búin að kaupa vatnshelda "sumar" úlpu á drenginn svo engin afsökun.
Skera niður grænmeti fyrir kanínur og fara út að leika.
Gerist ekki betra.

Njótið dagsins.