Fara í efni

9 hlutir sem A–týpan vill að þú vitir

Metnaðargjörn – taugaspennt – með fullkomnunaráráttu.
9 hlutir sem A–týpan vill að þú vitir

Metnaðargjörn – taugaspennt – með fullkomnunaráráttu.

A-týpu einstaklingar eru yfirleitt þekktir fyrir taugaspennta hegðun, en eins og allir aðrir einstaklingar þá er meira í A-týpuna spunnið en bara það sem sést utan á henni.

Að þekkja A-týpu og eiga sem vin eða vinkonu þá þarftu að elska hana, galla og allan pakkann.

Hér fyrir neðan eru nokkrir hlutir sem að A-týpan myndi vilja að þú vissir um A-týpu persónuleikann.

1. A-týpan er ekki óþolinmóð, heldur er hún skilvirk

Langar raðir? Mikil umferð? A-týpan hefur algjöran óbeit á slíku. Ástæðan fyrir þessu er sú að A-týpunni líður eins og það sé verið að hægja á henni og leið hennar að ákveðnu markmiði. En þetta segir prófessor John Schaubroeck við Háskólann í Michigan State, þó svo markmiðið sé ekki annað en að taka út pening í hraðbanka.

2. Að mæta of seint er þjakandi fyrir A-týpuna

Ef A-týpunni er sagt að mæta kl 6:30 þá er hún mjög líklega mætt 5 mínútum fyrr. A-týpan getur verið afar viðkvæm þegar kemur að klukkunni því hún vill ekki eyða tíma í vitleysu eða þurfa að bíða eftir einhverju eða einhverjum.

3. A-týpan gerir lista

Já, lista. Það er vegna þess að annars er bara ekkert auðvelt að muna allt sem gera þarf þann daginn.

4. Það er erfitt fyrir A-týpuna að slappa af

Hérna kemur aftur inn þetta er varðar klukkuna. A-týpan þolir ekki að vera aðgerðarlaus og láta tíman bara líða þegar hún veit að það er eitthvað sem þarf að gera eða klára.

5. A-týpan stressast auðveldlega

A-týpan er viðkvæmari fyrir stressi en aðrir og eins og allir vita þá er stress mjög slæmt fyrir heilsuna.

6. A-týpan á það til að sýna taugaveiklun í hegðun

Sumir snúa upp á hárið á sér á meðan aðrir naga neglur og gnýsta tönnum. Þessi hegðun er algeng meðal A-týpunnar.

7. A-týpan er tilfinningarík

Ástæðan fyrir því að A-týpan hegðar sér eins og hún gerir er vegna þess að henni er ekki sama um aðra. Sem dæmi: Ef þú færð A-týpu til að sjá um afmælisveisluna þína þá máttu vera viss um að hún verður fullkomin.

8. A-týpan á það til að velta sér of mikið upp úr hlutum

Hún á það til að velta sér aftur og aftur upp úr mistökum sem hún hefur gert. Oft veldur þetta svefnleysi og við vitum að það er alls ekki gott fyrir heilsuna.

9. A-týpan verður að vera viss um að allt sem hún skilar frá sér sé fullkomið.

Þetta er eflaust einn stærsti gallinn. A-týpan leggur á sig mikið álag til þess að vera besta útgáfan af sjálfri sér. Og skiptir ekki máli hvort það á um starfið eða bara ef verið er að spila borðspil sem dæmi.

Allir hafa sinn styrk og sína veikleika og A-týpan er þar engin undartekning. En hún meinar vel, það er loforð.

Heimild: huffingtonpost.com