Fara í efni

Þorir þú í fallhlífarstökk?

Vinna. Sofa. Vinna.
Þorir þú í fallhlífarstökk?

Fyrir okkur flest verður lífið rútína sem einkennist af endurtekningum og hversdagslegum hlutum.

Það þykir heilanum ekki gott. Því þótt heilinn sé miðstöð andlegrar tilveru okkar er hann merkilegrar gerðar.

Heilinn skiptist í þrjá hluta. Stóriheilinn ákveður hvernig persónuleiki þú ert og þar er minnið og tungumálið. Litli heilinn stýrir hreyfingum og jafnvægi. Heilastofninn stýrir hjartslætti og hreyfingu.

Það er nauðsynlegt að reyna á heilann með því að gera eitthvað frábrugðið því venjulega, einu sinni á dag. „Annars sofnar hann“, segir Troels W.Kjær, sem er heilasérfræðingur og yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Hróarskeldu í Danmörku.

Prófaðu eitthvað nýtt

Það er misjafnt hvað er nýtt fyrir fólki og hvað ekki. Einn er lofthræddur og annar treystir sér ekki til að syngja. Troels W. Kjær segir að það sé mjög mismunandi hvar mörkin liggi hjá fólki, þegar það vill reyna á sig með því að prófa eitthvað nýtt. Sumum finnist stórmál að þurfa að sitja hjá ókunnugri manneskju í boði, en öðrum finnist það bara mjög spennandi.

Mörkin ráðast af hvernig persóna þú ert . . .LESA MEIRA