Fara í efni

lífstíll

7 ráð til að minnka sykurneyslu

7 ráð til að minnka sykurneyslu

Það að draga úr sykurneyslu er margþætt og vex okkur oft í augum. Oft er ég spurð að því hvernig ég fer að því að borða aldrei sykur og að hafa ekki einu sinni löngun í sykur, svo ég ákvað að setja saman 7 ráð sem við getum öll nýtt til að minnka sykurinn og halda sykurpúkanum í burtu.
5 mistök til að forðast þegar þú hættir að borða sykur

5 mistök til að forðast þegar þú hættir að borða sykur

Af hverju er svona erfitt að halda sig við sykurleysið? Í dag deili ég með þér 5 algengustu mistökunum þegar við ætlum að sleppa sykri eða halda áfram í sykurminna mataræði. Mistökin eru vissulega dýrkeypt enda er sykur ávanabindandi og ef við höldum áfram að borða hann án þess að gera okkur grein fyrir því, losnar líkaminn aldrei fyllilega við hann og orkuleysi, slen og aukakíló sitja eftir. Með grein dagsins muntu þó sjá að það er vel hægt að forðast mistökin.
Vegan lasagna sem allir elska, aðeins 5 hráefni!

Vegan lasagna sem allir elska, aðeins 5 hráefni!

Hver elskar ekki lasagna? Ég man að sem krakki var lasagna einn uppáhalds maturinn minn. Í seinni tíð hef ég þróað uppskrift af einföldu vegan lasagna sem slær ávallt í gegn í matarboðum. Þeirri uppskrift deili ég með ykkur í dag. Breyttar matarvenjur, eins og þegar fólk ákveður að hætta í sykri eða dýraafurðum, hafa vissulega áhrif á alla fjölskylduna og því þykir mér mikilvægt þegar ég gef frá mér uppskriftir að þær höfði til allra.
Besta brownie í heimi með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa

Besta brownie í heimi með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa

Þessi ekta súkkulaðibrownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa er leyfileg með góðri samvisku í sykurlausu áskoruninni sem hófst í gær. Ertu ekki örugglega búin/n að skrá þig? Árlega áskorunin hefur aldrei verið vinsælli en nú! Hátt í 29 þúsund byrjuðu sykurleysið í gær og ætla sér að minnka sykurinn næstu 14 daga. Ég vonast til að hafa þig með líka! Þetta er einstakt tækifæri til að fá uppskriftir sem slá á sykurlöngun og auka orkuna ásamt innkaupalista og ráðum sem hjálpa þér að minnka sykur í daglegu lífi alveg ókeypis! Smelltu hér til að skrá þig til leiks, þú færð fyrstu uppskriftirnar sendar um hæl!
Dásamlegur Mangó Lassi, drykkur sem slær á sykurlöngun

Dásamlegur Mangó Lassi, drykkur sem slær á sykurlöngun

Í dag deili ég með þér himneskum Mangó Lassi drykk sem slær á sykurlöngun og bólgur sem upphitun fyrir ókeypis 14 daga sykurlausu áskorunina sem hefst eftir viku! Verður þú með? Nú þegar eru tæplega 29.000 manns búnir að skrá sig til leiks en þátttakendur fá sendar ókeypis uppskriftir og innkaupalista, fimm uppskriftir í hvorri viku fyrir sig, sem slá á sykurlöngunina! Einfaldara og þægilegra verður það ekki.
Svona setur þú þér markmið og nærð þeim

Svona setur þú þér markmið og nærð þeim

,,Ég set mér oft markmið en gefst svo uppá þeim, hvernig á ég að setja mér markmið sem ég næ?” Þetta er áhugaverð spurning sem við fengum senda frá lesanda og mér fannst kjörið að nýta nýja árið í að svara henni enda eru heilsumarkmið eflaust mörgum ofarlega í huga núna. Í janúar fyllast oft líkamsræktarstöðvar af fólki með há markmið sem oft á tíðum fara sér of geyst og gefast fljótlega upp.
Ókeypis sykurlaus áskorun og 1 dags hreinsunarmatseðill

Ókeypis sykurlaus áskorun og 1 dags hreinsunarmatseðill

Gleðilegt nýtt ár! Í dag deili ég með þér uppskriftum fyrir nýárshreinsun og opnum við með trompi fyrir skráningu í okkar sívinsælu (og árlegu) ókeypis 14 daga sykurlausa áskorun! Áskoruninn hefst mánudaginn 28.janúar og er skráning hafin hér! Mæli ég með að skrá þig strax til að trygga þér stað!
Blómkálssteik með kókosrjómasósu og granateplum

Blómkálssteik með kókosrjómasósu og granateplum

Ég á afmæli í dag! Í tilefni þess deili ég með þér uppáhaldi mínu þessa dagana og jafnframt því sem ég mun fá mér á jólunum, himnesk blómkálssteik með kókosrjómasósu og brakandi ferskum granateplum. Steikin er öðruvísi en þú sérð á mörgum heimilum og vá hvað hún er góð! Eftir ferðalög til Ísrael og Grikklands þarsíðasta sumar varð ég heltekin af kryddum Miðjarðarhafsins og matarhefðum Líbana. Jólin mín í ár verða því innblásin þaðan.
Súkkulaði trufflur með lakkrís

Súkkulaði trufflur með lakkrís

Þessar trufflur… Hvað get ég sagt, þær eru trufflaðar! Það er ekkert eins og að bíta í stökkan súkkulaðihjúp og finna þar silkimjúka súkkulaðifyllingu og örlítið af marsipanlakkrís fyrir miðju… úfff! Þetta kalla ég hreint lostæti og ekta eitthvað til að narta í yfir hátíðirnar. Allir sem hafa smakkað trúa ekki að þetta skyldi geta kallast hollt og sykurlaust. Mætti líkja trufflunum við hráfæðisútgáfu af þrist.
Hinn fullkomni vegan ís

Hinn fullkomni vegan ís

Ef þú elskar ís þá er þessi póstur fyrir þig! Sjálf hef ég mikla ástríðu fyrir ís og ísgerð og hef leitað lengi að hinum fullkomna vegan ís (sem þyrfti auðvitað að hafa sykurmagnið í lágmarki) og í gegnum árin hef ég keypt mér þó nokkrar uppskriftabækur og gert ýmsar tilraunir. Svo ekki sé minnst á heimferð eina frá USA þar sem ég dröslaðist heim með heila ísvél í útsprunginni handfarangurstösku. Eiginmaðurinn gleymir þeirri ferð ekki og segir að ég hafi komið henni heim á þrjóskunni þrátt fyrir algjört plássleysi.
Nýttu þér ,,Mindful eating” til að koma í veg fyrir jólakíló...

Nýttu þér ,,Mindful eating” til að koma í veg fyrir jólakíló...

Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir. Lengi vel borðaði ég yfir mig á hátíðum og hugsaði með mér að ég gæti reddað því með því að fara í ræktina daginn eftir og svitna vel til að halda dampi. Slíkt skilaði þó aldrei góðum árangri. Ofát af hvaða tagi sem er, hvort sem um er að ræða hollan eða óhollan mat, eykur álag á meltingunni, veldur sleni og þyngdaraukningu. Ástæðan fyrir þessum fylgikvillum er í raun einföld stærðfræði þar sem við innbyrðum kaloríur umfram það magn sem líkaminn þarf á að halda.
Konur og ketó

Konur og ketó

Ég verð bara að segja þér nokkuð um ketó mataræðið, Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um ketó kúrinn og er þetta einmitt ástæða þess að vinkona mín sá ekki árangur á mataræðinu eins og vinur hennar gerði.
6 afar góð næringarefni fyrir heilbrigt hár

6 afar góð næringarefni fyrir heilbrigt hár

Fylltu diskinn þinn af þessu til að fá glansandi og þykkt hár, eins og þig hefur alltaf langað til að hafa.
Kókosjógúrt með stökku múslí og kakómjólk

Kókosjógúrt með stökku múslí og kakómjólk

Ég vaknaði með brjálaða löngun í eitthvað stökkt og ferskt einn morguninn í Porto Cervo, Italy í sumar og þá varð þessi uppskrift til. Ég hef aðeins þróað hana eftir að ég kom heim og endurtekið oftar en ég get talið. Ég verð að játa að suma daga borða ég morgunmat tvisvar yfir daginn, mér finnst einfaldlega morgunverður, grautar, búst, pönnukökur og ávextir eitt það besta sem ég fæ.
Við erum 6 ára! Vinsælustu uppskriftir og blogg!

Við erum 6 ára! Vinsælustu uppskriftir og blogg!

Við erum 6 ára! Í tilefni afmælismánaðar Lifðu til fulls deili ég með þér 6 vinsælustu uppskriftum og bloggfærslum okkar tíma og sérstöku afmælistilboði á uppskriftabókinni Lifðu til fulls! Ef þú átt eftir að næla þér í eintak af uppskriftabókinni mæli ég með að gera svo núna enda takmarkað magn eftir! Þar færðu yfir 100 ómótstæðilegar uppskriftir sem henta hvaða tilefni sem er! Ég og við hjá Lifðu til fulls teyminu erum ótrúlega þakklát fyrir samfylgdina og stuðninginn síðstu ár, en hann hefur verið ómetanlegur og værum við ekki ennþá starfandi væri það ekki fyrir ykkur.
Rauðrófusafi fyrir bleikan október

Rauðrófusafi fyrir bleikan október

Í tilefni bleiku slaufunnar í október langar mig að deila mér þér helstu fæðunni til að borða sem forvörn gegn krabbameini ásamt gómsætum og fagurbleikum uppskriftum. Á haustin þykir mér kjörinn tími til að taka hreinsun með fæðu til að efla ónæmiskerfið og hrista burtu slappleika sem getur komið og þá þykir mér kjörið að bæta þessari fæðu við mataræðið enda styður hún við afeitrun líkamans.
Orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta gætu verið ástæðurnar

Orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta gætu verið ástæðurnar

Við konur eigum því miður auðveldara með að geyma fitu en karlar vegna hormónsins oestrogen og áhrifum þess á líkamann. Það minnkar getu okkar til að brenna fitu eftir máltíð, sem leiðir af sér að meiri fita sest á líkamann og þá gjarnan á kviðinn. Síðustu daga hef ég verið að ræða við þær konur sem eru skráðar í Nýtt líf og Ný þú þjálfunina sem hófst í síðustu viku en vegna vinsælda höfum við framlengt skráningarfrestinn út morgundaginn! Ég hef tekið eftir mynstri sem ég hef svo oft séð áður.. Margar af þeim upplifa sig strand og fastar í vítahring þreytu, aukakílóa og orkuleysis og vita ekki hvernig þær eiga að koma sér af stað. Þær ætla alltaf að byrja á morgun en svo verður ekkert úr því. Er þetta eitthvað sem þú kannast við?
Hvernig veistu hvort brennslan þín sé hæg eða hröð?

Hvernig veistu hvort brennslan þín sé hæg eða hröð?

Þyngdaraukning og erfiðleikar við að losna við aukakílóin er eitt helsta einkenni þess að brennslan sé farin að hægjast hjá okkur. Önnur algeng einkenni geta verið vanvirkur eða latur skjaldkirtill, þurrkur í hári eða húð, erfiðleikar með einbeitingu og kulsækni. Breytingaskeiðið getur sannarlega spilað hlutverk í hægari brennslu enda er talið að brennslan hægist um 5% við hvern áratug eftir breytingaskeið og þá er algengt að konur bæti á sig að meðaltali 5-8 kílóum sem setjast aðallega á kviðinn.
Himneskt chai búst og formúlan að fullkomnum drykk

Himneskt chai búst og formúlan að fullkomnum drykk

Í dag deili ég með þér uppáhalds bústinu mínu þessa dagana, chai krydduð himnasending, sem og formúlu til að gera þitt eigið búst heima - sem smakkast alltaf jafn vel! Chai bústið mitt gefur þér góða orku út daginn og dregur sérstaklega úr bólgum og bjúg! Það er smá galdur á bakvið fullkomið búst og snýr það helst að því að hafa rétt hlutföll hráefna svo hægt sé að draga fram gott bragð og að hafa drykkinn sem næringaríkastan.
Bryndís léttist um 13kg og fann sjálfstraustið

Bryndís léttist um 13kg og fann sjálfstraustið

Mér finnst fátt skemmtilegra en að heyra árangurssögurnar frá fyrri þáttakendum Nýtt líf og Ný þú lífsstílsþjálfunar! Það er í algjöru uppáhaldi hjá
Matcha orka í tveimur útgáfum

Matcha orka í tveimur útgáfum

Ég er með algjört æði fyrir matcha! Ef þú glímir við orkuleysi eða streitu er matcha te-ið eitthvað sem þú vilt kynna þér betur! Ég deili með þér ma
Ertu að brenna út? 3 skref sem setja heilsuna aftur í forgang

Ertu að brenna út? 3 skref sem setja heilsuna aftur í forgang

Hæhæ! Líður þér eins og aldrei gefist tími til að hugsa um þig og að þú hangir aftast í forgangsröðinni? Finnst þér stundum eins og heilsan hangi á
5 óvæntar fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg

5 óvæntar fæðutegundir sem losa þig við bólgur og bjúg

Hæhæ! Uppþemba og bjúgur er svo sannarlega ekki eitthvað sem maður vill finna fyrir dagsdaglega, en því miður er það ótrúlega algengt! Sérstaklega ef
Bilað góðir blómkálsvængir með ranch-sósu!

Bilað góðir blómkálsvængir með ranch-sósu!

Ég er með algjört æði fyrir þessum blómkálsvængjum! Ég held stundum að ég sé að “svindla” í mataræðinu þegar ég tek djúsí bita af þessum brakandi “væn