Fara í efni

Bókhald fortíðar - hugleiðing Guðna á sunnudegi

Bókhald fortíðar - hugleiðing Guðna á sunnudegi

Heimild

Það rými sem við höfum veitt okkur, viljandi eða óviljandi, fyrir velsæld og ást. Í vitund eða óafvitandi höfum við haldið bókhald um fortíðina þar sem reynsla okkar og umgengni við okkur sjálf hefur búið til innistæðu eða innistæðuleysi gagnvart hamingju og ljósi.

Við látum stjórnast, oftast óafvitandi, og vegum og metum getu okkar til að vinna með eða úr ljósinu. Við getum hvenær sem er tekið ábyrgð, fyrirgefið okkur og elskað og þar með aukið heimildina – getu okkar til að þiggja gjafir tilverunnar, án þess að fá meltingartruflanir.

Heimildin opinberast í því ljósi, orku eða ást sem við getum þegið.