Fara í efni

Hefur þú elt kúkinn út í sjó - Guðni skrifar um hægðir í hugleiðingu dagsins

Hefur þú elt kúkinn út í sjó - Guðni skrifar um hægðir í hugleiðingu dagsins

Heldurðu í spottann?

Við erum umbreytar sem tökum í sífellu við næringu og upplýsingum, tökum við orku úr náttúrunni eða frá öðru fólki, meltum næringuna, nýtum það sem gagnast okkur og losum okkur við það sem gagnast okkur ekki. Losum okkur við ruslið.

Eða hvað?

Hægðir eru ekki uppáhaldsumræðuefni margra, en ég hef á þeim sérstakan áhuga af mörgum ástæðum. Þess vegna tala ég oft um þær – og yfirleitt tekur ekki nema kvöldstund á námskeiði hjá mér til að fólk taki við sér og losni við feimnina gagnvart því að ræða um hægðir. Enda ætti ekkert að vera sjálfsagðara.

Hægðirnar eru líka ein allra besta líking við tilfinningalífið sem hægt er að hugsa sér – þegar við erum búin að samþykkja að við séum umbreytingarvélar, bæði líkamlega og andlega.

„Hefur þú elt kúkinn út í sjó?“

Ég held mjög mikið upp á þessa spurningu. Enginn vill kannast við að hafa gert það. Eðlilega. Samt skilja allir að við „meltum“ lífið í vissum skilningi. Þegar eitthvað kemur upp á fer sálin í gegnum ákveðið ferli, nýtir það sem henni líkar við og býr til rusl úr því sem ekki er gagnlegt. Sálin býr sig undir að losa sig við „úrganginn“ sem fylgir tilteknum aðstæðum eða atburðum, býr sig undir að losa sig við hann eftir stöðluðum leiðum.

Sálin vill fyrirgefa. Sálin vill sleppa.

Sálin býr sig undir að sleppa. Sálin vill sleppa – fyrir­ gefa, segja skilið við, láta af; sálin vill elska en ekki hanga í einhverju sem ásér ekki stað í núinu.

En hugurinn vill alls ekki sleppa. Hugurinn vill allt nema núið. Hugurinn spinnur sterkan þráð og bindur hann utan um úrganginn, og þegar sálin sturtar honum út í hafsauga virðist það oft hafa tekist bærilega.

En ...

Svo er alltaf þetta EN. Þetta EN þegar ég segi:

„Ég er alveg búinn að sætta mig við þetta þarna sem gerðist, en ...“

„Ég lifi í núinu EN það breytir því ekki að pabbi var alveg ómögulegur uppalandi ...“

„Ég var alveg búinn að fyrirgefa Nonna EN svo var hann aftur leiðinlegur við mig og þá mundi ég eftir því sem hann gerði mér fyrir tíu árum.“

Núorðið geta mjög margir tekið undir það að núið sé það eina sem við eigum; það eina sem til er.

En ...

En samt hafa langflestir sem ég hef kynnst tilhneigingu til að hafa sterka spotta bundna utan um ruslið sem er löngu búið að sturta niður – þeir sleppa tökunum á óþægilegum og neikvæðum tilfinningum EN þegar upp er staðið er skortdýrið ofurfljótt að finna aftur gamla spottann og kippa pakkanum aftur upp á yfirborðið.

Það er auðvitað einstaklingsbundið hve mikið fólk veltir sér upp úr úrgangi for- tíðarinnar. En staðreyndin er sú að mörg okkar sleppa aldrei alveg tökunum á neinu sem gerst hefur heldur höngum við á hundruðum og þúsundum spotta. Og þegar okkur leiðist – þegar eirðarleysið tekur völdin – er mjög vinsæll og skemmtilegur samkvæmis- leikur að þreifa á spottunum til skiptis, bara til að athuga hvort þeir séu ekki örugglega þarna ennþá.

Að fyrirgefa er hámark losunar fyrir sálina – sterkasta leiðin til að losna úr álögunum; úr iðrun og eftirsjá og hlutverki dómarans. Að fyrirgefa sér er að frelsa sig úr viðjum blekkingarinnar. Fyrirgefningin er mikilvægasta athöfn þíns lífs – ekkert eitt annað getur veitt þér eins mikið frelsi og það að fyrirgefa þér.

Til að frelsa mig vel ég að:

Fyrirgefa mér og taka ábyrgð á minni eigin hegðun.
Þakka hinum aðilanum fyrir hans framlag í atburðunum – blessa hans fram­ lag sem ómissandi þátt í minni framgöngu.

Þegar ég þakka hinum aðilanum fyrir hans framlag þarf ég ekki að fyrirgefa honum – reyndar get ég ekki fyrirgefið annarri manneskju því þá set ég mig í dómarasæti; ég er að segja að hegðun hennar hafi verið góð eða slæm, og í því felst dómur sem er viðnám og þar með ekki ást.

Því það er aðeins ást. Og það er aðeins núna. Og það ert aðeins þú.

Manneskja sem heldur í marga þræði sem liggja í köggla langt úti í sjó er ekki aðeins mjög upptekin (og þar með fjarverandi og ó-fullkomin) heldur líka illa lyktandi. Frá henni stafar illum daun. Aðrar sálir í kringum hana finna þennan daun. Sumir laðast að honum (þeir sem þurfa og vilja slíkt) en aðrir hrökklast í burtu. Enn aðrir komast hvorki lönd né strönd (t.d. börn viðkomandi eða maki) og sitja því uppi með illa lyktandi einstakling.

Að fyrirgefa er ekkert flókið. Að fyrirgefa er eins og að létta á sér. Maður bara sleppir.

Og það getur enginn létt á þér nema þú sjálfur.