Fara í efni

Í dag skaltu þakka fyrir þig - Guðni og hugleiðing á sunnudegi

Í dag skaltu þakka fyrir þig - Guðni og hugleiðing á sunnudegi

Uppljómuð manneskja upplifir sjálfa sig sem hluta af öllum heiminum og treystir því að allt sé eins og það á að vera

Í dag skaltu þakka fyrir þig. Ef einhver hrósar þér eða segir eitthvað fallegt, ef þú færð góða þjónustu eða ef einhver hjálpar þér, sama hversu smávægilegt það er, horfðu þá í augun á viðkomandi, þakkaðu fyrir og brostu.

Farðu með borðbæn, annaðhvort upphátt eða í huganum; horfðu á matinn og skildu hversu stór gjöf það er að fá að nærast á ávöxtum jarðarinnar.

Veittu því athygli þegar þér er gefið, hvort sem það er í efni eða anda, og taktu eftir því hvernig þér gengur að þiggja af einlægni.