Fara í efni

Amerískar pönnukökur með bláberjum

Þessa uppskrift gerði Eva Laufey Kjaran.
Finax fínt mjöl er notað í þessa uppskrift
Finax fínt mjöl er notað í þessa uppskrift

Þessar eru geggjaðar í morgunmatinn eða bröns um helgar. 

 

Innihald:

5 dl Finax fínt  mjöl

4 msk brætt smjör

2 tsk. Lyftiduft

Salt á hnífsoddi

2 tsk. Góð vanilla (vanilla extract eða vanillusykur)

2 dl mjólk

1 ½ dl AB mjólk (eða önnur hrein súrmjólk)

1 – 2 msk sykur

2 – 3 dl bláber (fersk eða frosin)

 

 

Aðferð:

1. Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt. 

2. Bræðið smjör, leggið til hliðar og kælið.

3. Pískið eitt egg og mjólk saman. 

4. Næsta skref er að blanda öllum hráefnum vel saman í skál með sleif. Bætið bláberjum saman við deigið í lokin með sleif.

5. Leyfið deiginu að standa í 30 - 60 mínútur áður en þið steikið pönnukökurnar.

6. Hitið smjör á pönnukökupönnu og steikið pönnukökurnar í ca. mínútu eða tvær á hvorri hlið. Þær eru tilbúnar þegar þær eru gullinbrúnar. 

Þessa uppskrift gerði Eva Laufey Kjaran, hún er í samstarfi með Kornax/ Finax

Alveg hrikalega flott og gott.

Njótið vel!