Fara í efni

Skinkuhorn sem slá alltaf í gegn

Hvernig líst ykkur á að baka skinkuhorn fyrir jól?
Heit skinkuhorn er alveg málið.
Heit skinkuhorn er alveg málið.

Hvernig líst ykkur á að baka skinkuhorn fyrir jól?
gott að eiga þau í frystinum og hita þau upp í bakaraofni.

Skinkuhorn slá alltaf í gegn hjá krökkunum 

 

 


Uppskrift:
100 gr smjör
900 gr Blátt KORNAX hveiti
60 gr sykur
1/2 tsk salt
1/2 ltr mjólk
1 bréf þurrger (ca. 12 gr)
1 egg til að pensla hornin (líka hægt að nota mjólk)
2 pakkar skinkumyrja

Aðferð:
smjörið brætt og mjólkin sett saman við, blandan á að vera um 35°c heit.
Blandið geri og sykri saman við pískið létt saman.
Látið standa í 10 mín. KORNAX hveiti bætt við og allt hnoðað saman þar til deigið er slétt og samfellt. Látið deigið lyfta sér undir rökum klút í 45 mín.
Deiginu skipt upp í nokkrar minni einingar.Hver eining er flött út í hring, smurð með skinkumyrju, skorin í geira (gott að nota pizzuhníf) og hverjum geira rúllað upp frá breiðari endanum. Hornunum raðað á bökunarplötu og þau pensluð með eggi. Það er gott að leyfa hornunum að lyfta sér í 15-20 mín. áður en en þau eru sett í ofninn. Hornin eru bökuð við 225°c í 8-10 mín. eða þar til þau eru orðin gullinbrún.