Fara í efni

Grísk jógúrt með chiafræjum

Þetta er held ég uppáhalds morgunmaturinn minn sem inniheldur mjólkurvöru.
Uppáhalds morgunmaturinn minn
Uppáhalds morgunmaturinn minn

Innihald: / 350 g grísk jógúrt / 4 msk tröllahafrar / 3 msk chiafræ / 1/2 dl kalt vatn / 1-2 msk jarðarberjasulta.

  1. Hrærið öllu saman og geymið í ísskáp í amk. 3 klst eða helst yfir nótt.
     
  2. Ég hræri sultunni saman við rétt áður en ég fæ mér þennan dásamlega góða morgunmat en auðvitað er alveg hægt að setja sultuna út í um leið og allt hitt.
     
  3. Ég nota frönsku sultuna í löngu glösunum því í henni er enginn viðbættur sykur.

Þetta er held ég uppáhalds morgunmaturinn minn sem inniheldur mjólkurvöru. Hann er alveg ótrúlega einfaldur og svakalega góður.

Þessi uppskrift dugar fyrir ca. tvo og krökkunum mínum finnst mjög gott að skera banana út í.

Þetta er líkja frábært nesti og ég tek þetta oft með mér í flug á morgnana því þetta er svo einfalt að búa til og svakalega gott. Ég fékk þessa uppskrift senda frá Telmu á Fitubrennslu. Hún hefur oft búið til prógram fyrir mig, bæði matarprógram og æfingaprógram og er algjör snillingur í því sem hún er að gera.

Efni: Valdís Sigurgeirsdóttir, www.ljomandi.is - Svo ljómandi gott…