Fara í efni

Skotheldur hakkréttur .

Skera allt grænmetið smátt og steikja. Krydda með salt og pipar. Setja til hliðar.
Hakkréttur sem slær í gegn.
Hakkréttur sem slær í gegn.

Kvöldmaturinn.

Hakkréttur sem var sleiktur í pottinum hérna heima :)

500gr. Hreint ungnautahakk
2 gular paprikur
1 rauðlauður
4 stórar gulrætur
3 rif hvítlaukur marin
lúka af vel saxaðri Steinselju
1 stöngull Sellery
Smá niðurskorin chilli
2 dl. frosnar grænar baunir
1/2 Kúrbítur
4 litlar soðnar kartöflur 
2 tsk. Fish sósa
1 msk. sweet chilli sósa ( kaupi í Lifandi markaði holla)
1 msk. sweet soya sósa
2 tsk. grænmetiskraftur frá sollu
4 dl. vatn
Chilli salt eða saltverkið
Nýmulin pipar
Creola krydd

Aðferð.

Skera allt grænmetið smátt og steikja.
Krydda með salt og pipar.
Setja til hliðar.

Steikja kjötið og krydda með creola, salt og pipar.
Bæta niðurskornum Kartöflum við.
Síðan bæta öllum sósunum, kraftinum og vatninu við og sjóða allt upp og bæta grænmetinu við og leifa malla saman í smá stund.

Svo gott og súper einfalt