Fara í efni

SÚKKULAÐI SMOOTHIE – UPPSKRIFT FRÁ GLÓKORN.IS

Fjölbreytni í smoothie gerð er lykillinn að því að maður fái ekki leið á hollustunni og gefist upp.
SÚKKULAÐI SMOOTHIE – UPPSKRIFT FRÁ GLÓKORN.IS

Hann Sölvi Avó hjá Glókorn.is á heiðurinn af þessari uppskrift. 

Fjölbreytni í smoothie gerð er lykillinn að því að maður fái ekki leið á hollustunni og gefist upp.

Ég elska súkkulaðibragð og reyni því oft að ná því fram í uppskriftunum mínum. Þessi smoothie er fyllandi og næringarríkur en kakóduftið inniheldur meðal annars magnesíum, möndlumjólkin góða fitu, kalk og prótein, hörfræolían er rík af omega-3 fitusýrum og ávextirnir innihalda hin ýmsu vítamín og orku.

Súkkulaði Smoothie

250ml Möndlumjólk
1 msk kakóduft (raw)
1 msk hörfræolía
1-2 bananar (mangó)
dash salt
 
Svo er gott að bæta við 1 msk af organic nature próteini með súkkulaði bragði til að auka við próteinmagn. Fæst í verslun Gló í Fákafeni.
 
Þá er bara að setja allt í blandarann og voila!
Verði ykkur að góðu,
 
Sölvi
 
 
SÖLVI AVÓ
 
UM HÖFUND

Sölvi Avo Pétursson útskrifaðist með BSc í Næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Hann er einnig menntaður hláturjóga leiðbeinandi og er því eins skonar Næringarþerapisti með meistaragráðu í leikgleði. Avo skynjar mikilvægi þess að dreifa heilsuboðskapnum og hefur sótt fjölda námskeiða með helstu heilsufræðingum landsins og víðar. Hann trúir á mátt hráfæðis sem hann hefur unnið við að skapa í Noregi, Kaliforníu og nú á Gló í Fákafeni, þar sem hann sér um Tonic Barinn.