Fara í efni

Tvílitur skemmtilegur og öðruvísi smoothie – kraftmikill og fullur af súperfæði

Þessi er flottur á morgnana, pakkaður af súperfæði eins og spínat, jarðaberjum, hörfræjum og epli.
Tvílitur skemmtilegur og öðruvísi smoothie – kraftmikill og fullur af súperfæði

Þessi er flottur á morgnana, pakkaður af súperfæði eins og spínat, jarðaberjum, hörfræjum og epli.

Hann er ferskur, stútfullur af næringarefnum og enginn viðbættur sykur!

Uppskrift er fyrir 2 drykki.

Hráefni:

2 stórir bananar – án  hýðis, skornir í bita og frystir

1 full lúka af spínat – um ½ bolli

½ stórt epli, skorið í smáa bita

½ bolli af möndlumjólk eða þinni uppáhaldsmjólk(ekki nota kúamjólk)

Má sleppa: 1 msk af hörfræjum í dufti

7 stór jarðaber, skorin í sneiðar

Leiðbeiningar:

Vertu viss um að vera með kraftmikinn blandara í þennan drykk. Það tekur nefnilega á að brjóta frosna ávexti.

Ef þú vilt ekki hafa hýðið á eplinu þá fjarlægir þú það auðvitað.

Setjið í blandarann 1 banana, spínat, epli, ¼ bolli af möndumjólk og hörfræjin og látið blandast þar til mjúkt.

Bæta má meiri mjólk saman við ef þér finnst þetta of þykkt.

Taktu fram 2 glös og helltu jafnt í þau bæði.

Skolaðu blandarann og blandaðu núna 1 banana, ¼ bolli af möndlumjólk og jarðaberjunum og láttu eins og áður blandast þar til mjúkt og helltu varlega ofan á græna hlutann í glasinu og passa að hella jafnt í bæði glösin.

Þarna ert komin með töff tvílitann smoothie sem bera á fram strax og drekka.

Njótið vel!