Fara í efni

Uppáhalds pizzan okkar

Þegar ég geri pizzu geri ég eiginlega alltaf þessa botna.
Hér er nauðsynlegt að sulla vel af hvítlauksolíu
Hér er nauðsynlegt að sulla vel af hvítlauksolíu

Er ekki flott að hafa pizzu á fimmtudegi?

Innihald: / 5 dl KORNAX HVEITI / 1 1/2 dl fjölkornablanda frá LÍF eða einhver önnur fræ / 1 1/2 dl gróft haframjöl / 2 msk oregano / 1/2 tsk sjávarsalt / 2 msk vínsteinslyftiduft / 2 1/2  dl volgt vatn / 8 msk ólífuolía

  1. Blandið þurrefnunum saman, hellið vatni og olíu út í og bætið auka mjöli út í ef þarf.
  2. Hnoðið saman og skiptið upp í hluta eða búið til stóra botna.
  3. Ef þið viðjið bara setja ferskt hráefni ofaná pizzuna eins og græna sósu, sólþurrkaða tómata, ferskt grænmeti, ferskan parmesan, hráskinku þá bakiði botnana í ca. 10-15 mín við 200gr og setjið svo ferska hráefnið ofnaá. Hér er t.d. ég með rauðrófumaukið góða.
  4. Ef þið viljið gera venjulega pizzu, þ.e. með pizzasósu, skinku, pepperoni, osti og ananas sem þarf að fara aftur inn í ofn þá bakið þið botninn í ca. 5 mín. Setjið svo aftur inn í ofn með öllu gúmmelaðinu á þar til osturinn er bráðinn og pizzan tilbúin.
  5. Hér er nauðsynlegt að sulla vel af hvítlauksolíu ofan á.

Þegar ég geri pizzu geri ég eiginlega alltaf þessa botna og krakkarnir biðja um holla pizzu í hverri viku. Þau hreinlega elska þennan rétt en þeirra pizza er ennþá svona þessi týpíska með áleggi, osti og ananas. Ég er bara glöð að þau vilji þennan botn en ekki tilbúinn hveitibotn. Eldri stelpan mín er reyndar dugleg og prófar alltaf hollari útgáfuna sem er frábært.

Uppskriftin af botninum kemur úr bókinni Happ Happ Húrra.

Valdís Sigurgeirsdóttir, www.ljomandi.isvaldis@ljomandi.is