Fara í efni

Pizza eða hvað ?

Síðan skellti ég Tortilla brauði á bökunarpappír og inn í ofn í smá stund... Tók út og græjaði Pizzu :)
Pizza sem tekur 5 min að græja.
Pizza sem tekur 5 min að græja.

Kvöldmaturinn.

PIZZA....en ekki er allt sem sýnist :)

Ég steikti Kjúklingalundir .
Chilli salt-pipar-creola krydd ( eða bara nota sín krydd 

Síðan skellti ég Tortilla brauði á bökunarpappír og inn í ofn í smá stund...
Tók út og græjaði Pizzu :)
Notaði rauðu chilli sósuna mína sem ég nota í allt .
Heimagerð og flott.
Til að breyta henni stráði ég Pizza kryddi yfir .
Þá komin þessi fína Pizza sósa.
Skar niður gula papriku-Rauðlauk-Plómutómat .
Lét á botninn ásamt kjúlla og ost ( notaði skólaost)
Inn í ofn í smástund...þangað til osturinn er bráðinn .
Þá bara nýmulin Pipar yfir og málið er dautt.

Þetta er ferlega djúsí og gott :)

Sósan.

Innihald.
2 Dósir dómatar í dós sykurlausir eða ein 500gr ferna
1 dós af tomat pure
1 Rauðlaukur
2 paprikur
1 piripiri chilli...litlu rauðu chilli ( ef þú vilt ekki mjög sterka sósu nota bragðminna chilli)
3 hvítlauks rif
1 kúfuð msk. gott Karry
1 kúfuð msk. grænmetiskraftur frá Sollu
5 dl. vatn
1 tsk. olia

Laukur skorin í tvent.
Annar helmingurinn settur ofan í blandara
Hinn helmingurinn skorin mjög smátt og steiktur á pönnu með oliunni og tómat pure.

Allt hitt sett í blandara og spænt í spað.....og bætt út í laukinn og tómat pure ( gott að nota góðan pott þarf að sjóða vel saman )
Allt soðið saman í svona 20min.