Fara í efni

Grískur rækjukokteill með vatnsmelónu, ólífum og fetaosta-sósu

Það er smá sumar í þessu!!
Miðjarðarhafs rækjukokktel
Miðjarðarhafs rækjukokktel

Grískur rækjukokteill með vatnsmelónu, ólífum og fetaosta-sósu

Aðalréttur fyrir 4

200 g jöklasalat (Iceberg)stökkt og ferskt,,  skorið í þunna strimla

200 g klettasalat

500 g rækjur

200 g vatnsmelóna (skorin í grófa bita)

20 stk svartar ólífur

8 stk kirsuberja tómatar (skornir í tvennt)

1 stk rauðlaukur (skorin í fína strimla)

4 stk radísur (skornar í þunnar sneiðar)

Aðferð:

Raðið þessu skemmtilega saman á diska eða fat eftir smekk og dropið smá ólívuolíu, sítrónusafa og nýmuldnum svörtum pipar yfir salatið rétt fyrir framsetningu.

Fetaosta-sósa

1 krukka fetaostur í kryddolíu (250 g)

2 msk grískur jógúrt

1 tsk dijon sinnep

1 stk rauður chili (kjarnhreinsaður og saxaður í fína strimla)

1/3 tsk cumminduft

1 stk hvítlauksgeiri (maukaður eða fínt saxaður)

1 msk ferskt oregano (fínt saxað)

Aðferð:

Setjið alla krukkuna (ostinn og olíuna) ásamt gríska jógúrtinum, sinnepinu,hvítlauknum og cummininu í matvinnslukönnu og blandið vel saman þar til mjúk sósa,  bætið chili og oreganoinu saman við og smakkið með salti, pipar og sítrónusafa, látið standa í ca. 1 klst fyrir notkun.

Berið fram með góðu brauði