Fara í efni

Hjónabandssæla – sú besta sem ég hef smakkað

Mæli með því að þið prufið að skella í eina svona. Hún er afar einföld og rosalega góð.
þessi er algjör sæla
þessi er algjör sæla

Mæli með því að þið prufið að skella í eina svona. Hún er afar einföld og rosalega góð.

Hráefni:

250 gr smjör brætt

170 gr hafrar

200 gr spelt

1 tsk matarsódi

½ tsk salt

Sulta að eiginvali á milli

Leiðbeiningar:

Þú setur allt hráefnið í skál og hnoðar með höndunum.

Síðan finnur þú hentugt mót eða eldfast mót (helst ferkantað) og setur helminginn í botinn og þrýstir aðeins niður.

Svo er sultunni smurt á og restin af deiginu er mulið yfir og passa að það hylji vel sultuna.

Setur í ofn á 180° í 40 til 45 mínútur.

Og þarna ertu komi með fullkomin bita með kaffinu eða bara til að bjóða upp á ef gesti ber að garði.

Gott er að skera kökuna í ferhyrndar sneiðar.

Njótið~

Sendið okkur myndir á Instagram #heilsutorg