Fara í efni

Raw Vegan gulrótarkaka

Dásamleg kaka, endilega prufið þessa.
Dásamleg raw gulrótarkaka
Dásamleg raw gulrótarkaka

Dásamleg kaka, endilega prufið þessa.

Hráefni fyrir gulrótarköku:

2 bollar af gulrótarmauki – setjið gulrætur í blandarann

½ bolli af pecan hnetum – þær þurfa að hafa verið í vatni í 6 tíma (ekki nota vatnið)

1 bolli döðlur- steinlausar

½ bolli af rifinni kókóshnetu

1 epli – skorið í meðalstóra bita

Smá biti af engifer

½ tsk af vanilla extract

½ tsk af kanil

Hráefni fyrir kremið:

1 ¼ bolli af kasjú hnetum – liggja í bleyti í 6 tíma

½ tsk vanilluduft

1 msk + 2 tsk af sítrónu safa

3 döðlur – steinlausar

1/3 bolli af vatni – má nota meira eða minna fer eftir þykkt kremsins

Fyrir kremið: í háhraða blandara setjið allt hráefnið fyrir utan vatnið. Bætið síðan vatni saman við hægt og rólega – kremið á að vera meðal þykkt. Setjið í litla skál og setjið til hliðar.

 

Fyrir kökuna: setjið eplin í matarvinnsluvél. Látið hrærast þar til þau eru mulin. Passið að hafa þau ekki of mulin. Setjið nú gulrótarmaukið saman við ásamt restinni af hráefninu. Látið blandast þar til deigið er klístarð. Enn og aftur munið að of hræra þetta ekki.

Finnið nú form sem þið viljið nota og setjið smjör pappír í það. Hellið deiginu í formið og ýtið ofan á það jafnt.

Látið núna kremið ofaná.

Kakan þarf að standa í ísskáp í um klukkustund áður en hún er borin fram. Gott er að láta hana standa í 25 mínútur áður en hún er skorin. Skreytið með kanil ofan á kremið.

Njótið~

Sendið okkur myndir á Instagram #heilsutorg