Fara í efni

Sjúklega góð súkkulaðiplata frá heilsumömmunni

Dökkt súkkulaði…er til eitthvað betra, ég bara spyr?
Sjúklega góð súkkulaðiplata frá heilsumömmunni

Dökkt súkkulaði…er til eitthvað betra, ég bara spyr?

Ég hef notast nokkuð lengi við súkkulaðiuppskrift bæði heima og á namminámskeiðunum en mig langar oft í dekkra súkkulaði og svo er jú alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Oftast kaupi ég 70-85 % súkkulaði og finnst bara vanta allt súkkulaðibragð af því sem er ljósara.

Hér kemur mjög bragðgóð uppskrift af heimatilbúnu dökku súkkulaði sem ég hvet ykkur til að prófa.

 

Hráefni:

  • 1,5 dl bráðið kakósmjör (bræðið við mjög lágan hita eða í vatnsbaði)
  • 1,5 dl kakó
  • 0,5-0,75 dl hlynsýróp
  • örlítið gott salt
  • örlítið vanilluduft
  • gúmmilaði ofan á plötuna eftir smekk, á myndunum er ég með goji ber, trönuber, pekan hnetur og brasilíhnetur

Aðferð:

  1. Blandið öllu vel saman og leyfið blöndunni að kólna aðeins og þykkna.
  2. Setjið blönduna í sílíkonmót eða hellið yfir bökunarpappír
  3. Stráið yfir blönduna gúmmilaðinu sem þið viljið nota.
  4. Stingið í ísskáp í ca. 30 mín eða í frysti í ca. 10 mín.
  5. Brjótið í litla (eða stóra) bita og setjið í skál og njótið í botn

Það er mjög þægilegt að nota sílíkonmót.

Svo er bara að setja í fallega skál og njóta.

Uppskrift frá heilsumamman.com