Fara í efni

Skyrfrauð með ferskum bláberjum

Skyrfrauð með ferskum bláberjum
Skyrfrauð með ferskum bláberjum

Botninn:

250 g hafrakex (eða kremkex)
75 g smjör
50 g súkkulaði
 
Kexið er unnið í fínt duft í matvinnsluvél. Smjörið og súkkulaðið er brætt saman í potti og kexinu bætt saman við og hrært vel saman yfir hita. 
Þá er botninn pressaður í form og kældur á meðan kakan er gerð.
 
Bláberjafylling:
50 g  sykur
1 msk hunang
200g  bláberjamauk (bláber sett í matvinnsluvél eða maukuð með töfrasprota)
5g  sultuhleypir blandað í ögn af sykri eða 1-2 stk matarlímsblöð, safi úr hálfri sítrónu.
 
Brúnið sykurinn við vægan hita á pönnu og bætið hunangi og bláberjamauki út í, hitið þar til sykurinn er uppleystur. 
Bætið þá sultuhleypinum eða uppleystu matarlími í ögn af vatn og braðgbætið með sítrónusafanum.
 
kakan:
3 stk     matarlímsblöð
300 ml  mjólk
100g    sykur 
170g    skyr
250 ml  rjómi
1 askja bláber
hunang eða sykur á berin (má sleppa)
vanilla (má sleppa)
 
Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í smá stund. Setjið 100 ml af mjólkinu (og vanillu) og sykur í pott og hitið. 
Takið pottinn af hitanum, setjið matarlímið út í og hrærið þar til það er bráðnað. Hrærið saman skyrinu og afganginum af mjólkinni. 
 
Þeytið rjómann og blandið skyrinu varlega saman við hann. Blandið síðan saman við matarlímið og setjið í ítlát eftir smekk. 
 
Framreiðið með ferskum bláberjum.