Fara í efni

Ljúffeng kjúklingasúpa

Þessi bragast að handann.
Þessi bragast að handann.
fyrir 4 að hætti Rikku

1 msk ólífuolía
100 g beikon, skorið í bita
400 g kjúklingalundir, skornar í bita
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð
2 stórar gulrætur, afhýddar og sneiddar
400 g sæt kartafla, afhýdd og skorin í munnbita
2 tsk oreganó krydd
2 tsk basiliku krydd
1 tsk rósmarín krydd
1 tsk dillfræ
2 lárviðarlauf
3 msk hvítvínsedik
2 l vatn
2 kjúklingakraftsteningar
3 msk tómatþykkni
Handfylli steinselja, söxuð
Salt og nýmalaður pipar eftir smekk
 
Hitið olíuna í potti við meðalhita, steikið beikonið og kjúklinginn og leggið á eldhúspappír. Steikið laukana, gulræturnar og sætu kartöflurnar þar til að þær verða mjúkar í gegn. Bætið kryddunum út í og eldið í 1-2 mínútur, hellið þá edikinu saman við og látið það gufa upp. Bætið vatninu og kjúklinga-kraftinum saman við og látið malla í 30-40 mínútur. Bætið þá tómat-þykkninu, beikoninu og kjúklingnum saman við og látið malla í 15 mínútur. Kryddið með salti og pipar og stráið steinselju yfir.

Kkal: 528/26% RDA 
Prótín: 40.7g/ 81%RDA 
Fita: 32 g/ 50% RDA 
Kolvetni: 17 g/ 6% RDA 
Niacin: 12 mg/ 60% RDA 
B6_vítamín: 0.6 mg/ 28% RDA 
C-vítamín: 12.1 mg/ 20% RDA 

* Ráðlagður dagskammtur (RDA) er miðaður við 2.000 hitaeininga orkuþörf.

Leiðbeinandi dagsskammtur (LDS) er miðaður við 2.000 kcal (hitaeininga) orkuþörf.