Fara í efni

Tælensk súpa

Uppskrift af tælenskri súpu fyrir 4 að hætti Rikku
Tælensk súpa
Tælensk súpa
2 msk olía til steikingar
3 kjúklingabringur, skornar í litla bita
1/2 sæt kartafla, skorin í litla bita
1/2 rauð papríka, skorin í litla bita
3 vorlaukar, sneiddir
2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk rifinn ferskur engifer
2 tsk fish sauce
1 msk rautt karrýmauk
2 dósir kókosmjólk
500 ml vatn
1 1/2 kjúklingakraftstengingur
1 msk safi af límónu
ferskt kóríander
 
Steikið kjúklinginn ásamt sætu kartöflunni og steikið þar til að kjúklingurinn er alveg steiktur í gegn. Bætið þá papríkunni, vorlauknum, hvítlauknum og engiferinu og steikið stutta stund. Bætið fish sauce og karrýmauki saman við og hellið kókosmjólk og vatninu úr í ásamt kjúklingakraftinum og límónusafanum. Látið súpuna malla í 20-30 mínútur. Stráið söxuðu fersku kóríander yfir súpuna áður en að hún er borin fram.