Fara í efni

Hindberja-rabbabarasulta á 15 mínútum

Það geta sko allir notið þess að borða þessar eðal góðu sultu.
Hindberja-rabbabarasulta á 15 mínútum

Það geta sko allir notið þess að borða þessar eðal góðu sultu.

Enginn viðbættur sykur, hellingur af ferskum ávöxtum ásamt chia fræjum og sætuefni í hollari kantinum.

Uppskrift gefur um 3 bolla – litlar krukkur.

 

 

Hráefni:

225 gr af ferskum rabbabara, þvo hann og snyrta og skera hann gróft niður.

225 gr af hindberjum, ferskum eða frosnum (má einnig nota aðra tegund berja).

50 gr af sætu efni – xylitol eða stevia.

40 gr af chia fræjum eða meira ef þess þarf.

Leiðbeiningar:

Setjið rabbabarann og berin í pott og sjóðið yfir meðal hita eða þar til rabbabarinn dettur í sundur – tekur um 15 mínútur.

Það mega líka vera örlítið stórir bitar og taka þá þessa blöndu og hella í blandara og láta blandast vel saman.

Hellið aftur í pottinn og setjið chia fræjin og sætuefnið saman við.

Látið standa í um 15 mínútur. Chia fræin þykkja sultana.

Bætið við auka matskeið af chia fræjum ef þú vilt að þín sulta sé þykk.

Þetta má svo bera fram strax með dásemdar steik.

Sultan geymist í ísskáp í um 4. daga en í frysti í c.a 2. mánuði.

Uppskrift af vef win-winfood.com