Fara í efni

16 HLUTIR SEM OFURNÆMIR GERA ÖÐRUVÍSI EN AÐRIR

Eins og fram kom í grein minni um ofurnæmt fólk þá eru þannig einstaklingar algengari en við höldum og er talið að 15 – 20% af mannkyninu séu ofurnæmir einstaklingar eða ,,a higly sensitive person”. Því er áhugavert að skoða hvað þessir einstaklingar gera öðruvísi en hinir sem ekki eru svona ofurnæmir.
16 HLUTIR SEM OFURNÆMIR GERA ÖÐRUVÍSI EN AÐRIR

Eins og fram kom í grein minni um ofurnæmt fólk þá eru þannig einstaklingar algengari en við höldum og er talið að 15 – 20% af mannkyninu séu ofurnæmir einstaklingar eða ,,a higly sensitive person”.

Því er áhugavert að skoða hvað þessir einstaklingar gera öðruvísi en hinir sem ekki eru svona ofurnæmir.

 

 

Hér á eftir eru nokkur atriði sem ég hef tekið saman frá ýmsum heimildum um hvað það er sem ofurnæmt fólk gerir öðruvísi:

  1. Þau eru líklegri til þess að þjást af þunglyndi og kvíða. Þetta getur verið neikvæðasti þátturinn við að vera ofurnæmur. Auðvitað getur þunglyndi og kvíði verið genatengt, en að finna djúpt fyrir öllu getur auðvitað verið bölvun og blessun. Því miður finna ofurnæmir einstaklingar ekki bara djúpt fyrir því fallega og góða heldur líka erfiðleikunum og sársaukanum sem fylgir lífinu þeirra og annarra.
  2. Þessir einstaklingar taka vel eftir umhverfi sínu og því fer fátt framhjá þeim, því má segja að þeir séu smámunasamir og útsjónasamir, taka einstaklega vel eftir öllum smáatriðum.
  3. Fólk á það til að laðast að þeim sem eru viðkvæmir, ofurnæmir einstaklingar eru því nokkurs konar seglar fyrir fólk, fólk dregst auðveldlega að þeim. Fólk á það mikið til að tala um vandamál sín við þá, kannski hefur það eitthvað með það að gera hversu tengdir tilfinningum annarra þeir eru og það hvernig öðru fólki líður almennt.
  4. Að hlusta á aðra fer hönd í hönd við að gefa öðrum ráð. Ofurnæmt fólk er svo tengt orku annarra, á auðvelt með að lesa aðra og finnur því þar af leiðandi mikla samkennd með öðrum – þess vegna leitar fólk oft ráða hjá þeim, það hefur áhuga á þeirra sjónarhorni og næmni.
  5. Dýr virðast laðast að viðkvæmu fólki. Dýr skynja dýpt þeirra í kærleika og samkennd, þess vegna dragast þau að fólki sem er umhugað um allar lífverur: Þau munu elska og hugsa betur um dýr en nokkur annar. Dýr skynja þetta.
  6. Það er mjög erfitt að ljúga að ofurnæmu fólki, því þau eiga svo auðvelt með að lesa aðra, þau sjá strax í gegnum það. Þessi eiginleiki kemur sér vel í t.d. póker eða í starfi sem ráðgjafi.
  7. Útaf þeirra sterka innsæi, samkennd og sterka auga fyrir smáatriðum eiga þessir einstaklingar auðvelt með að finna sársauka annarra. Kannski ekki bókstaflega, en þeim er umhugað um velferð annarra (sérstaklega ef það er einhver nákominn) þannig að ef einhver er særður eða í uppnámi þá hefur það sterk áhrif. Þegar ofurnæmur einstaklingur segir ,,ég skil hvernig þér líður” þá er það mjög líklega sannleikurinn.
  8. Þeir elska af mikilli ástríðu. Ofurnæmt fólk elskar með hverri einustu frumu í líkamanum, hvort sem það sé fjölskyldumeðlimur, vinatengsl eða af rómantískum toga.

Smelltu HÉR til að lesa þessa grein til enda. 

Fengið af vef ibn.is