Fara í efni

5 fæðutegundir sem gætu verið að halda fyrir þér vöku

Liggur þú andvaka þegar þú ert komin upp í rúm? Eða nærðu að sofna en ert vöknuð/vaknaður stuttu seinna?
Það þolir enginn að liggja andvaka
Það þolir enginn að liggja andvaka

Liggur þú andvaka þegar þú ert komin upp í rúm? Eða nærðu að sofna en ert vöknuð/vaknaður stuttu seinna?

Mataræðið gæti verið orsökin á þessu svefnmynstri.

Passaðu þig á þessum fimm ef þú átt erfitt með að sofa.

Koffein-kaffi.

Það vita nú allir að koffein er örvandi og á ekki að drekka seint á kvöldin. Passaðu einnig upp á að ætlir þú að fá þér te, lestu utan á pakkann til að vera viss um að það innihaldi ekki koffein. Sum lyf geta einnig innihaldið koffein.

Áfengi.

Eitt glas af víni, ætti það ekki bara að róa mann niður og hjálpa til við svefninn? En það eru ekki allir sammála því. Áfengið hjálpar þér við að svífa inn í draumaheiminn, en það dregur stórlega úr REM svefninum og þegar þú vaknar gæti þér liðið eins og þú hafir rétt náð að dorma í stutta stund.

Allur vökvi.

Vatn er frábært ef þú ert í átaki og ætlar að missa nokkur kíló, en að drekka mikið af því seinnipartinn og á kvöldin gerir það að verkum að þú vaknar til að pissa um miðja nótt og getur jafnvel ekki sofnað aftur. Mælt er með að drekka engan vökva 60-90 mínútum fyrir svefn.

Matur sem er gamall eða sýrður.

Tyramine er aminó sýra sem finnst í mat sem er sýrður eins og t.d mygluostum, reyktum fisk og fleiru. Ef þig langar að narta í osta og vínber fyrir háttinn, fáðu þér þá ferskan mozzarella.

Matur sem inniheldur tómata og sterkur matur.

Allt sem inniheldur mikið af sýru orsakar brjóstsviða og óþægindi á nóttunni. Matur sem inniheldur tómata og einnig sterkur matur er eitthvað sem ætti að forðast að snæða á kvöldin. Mælt er með að ef þú ætlar að borða sterkan mat eða pasta og tómasósu að þá skaltu gera það a.m.k þremur tímum fyrir áætlaðan svefntíma.

Heimildir: womenshealthmag.com