Fara í efni

5 leiðir til að hreyfa sig við tölvuskjáinn eða aðra skjái

Langvarandi setur hindra hreysti. Vaxandi fjöldi rannsókna sýna að kyrrseta er hamlandi fyrir heilsuna og eykur t.d. líkur á sykursýki 2, hjartasjúkdómum og á að fá krabbamein auk offitu.
mundu að hreyfa þig í vinnunni
mundu að hreyfa þig í vinnunni

Langvarandi setur hindra hreysti. Vaxandi fjöldi rannsókna sýna að kyrrseta er hamlandi fyrir heilsuna og eykur t.d. líkur á sykursýki 2, hjartasjúkdómum og á að fá krabbamein auk offitu.

Þýskir rannsakendur tóku nýlega saman niðurstöður úr 43 rannsóknum með um fjórum milljónum þátttakenda. Þar af voru 68.936 einstaklingar greindir með krabbamein. Þar kom til dæmis fram að fyrir hverjar tvær klukkustundir sem setið er við skjáinn eykst áhætta venjulegrar manneskju á að fá ristilkrabbamein um 8 prósent, krabamein í lungum um 6% og í  legslímhúð kvenna um 10% (Schmid og Leitzmann (2014), University of Regensburg, Germany:Journal of the National Cancer Institute).

Ráð til að auka hreyfingu við skrifborð og skái:

- Taka 10 mínútna hreyfingu á klukkutíma fresti (gera t.d. styrktaræfingar við borðið, 50x standa upp og setjast, 100 armhreyfingar fram, 100 til baka, upp og niður, 10-15 armbeygjur við skrifborð eða vegg).

- Nota stigana, ganga lengri leið að prentaranum, í matsal eða baðherbergi. Ganga með skilaboð milli skrifborða eða hæða í stað þess að hringja eða senda tölvupóst.

- Nýta hluta af hádegishlé í að fara í göngutúr eða hreyfa sig.

- Nota klukku (titring) til að minna sig á að æfa lyftingar (t.d. með lóð, yoga teygjur, jafnvægisæfingar).

- Nota jafnvægisbolta til að sitja við skrifborðið eða hækka það til að standa um stund og virkja vöðva um miðju (abs) og í grindarbotni. 

Í þessu myndbandi hér að neðan má finna mismunandi æfingar þar sem þú getur fundið hvaða þjálfun hentar þér best.


Heimild: heil.is