Fara í efni

Grænn sem er samt bleikur með rauðrófu og avókadó

Þegar þú ert að spá í að gera grænan dúndur góðan drykk með rauðrófu, avókadó og sellerí, þá er það ekki akkúrat hráefnið í einn grænan.
Grænn sem er samt bleikur með rauðrófu og avókadó

Þegar þú ert að spá í að gera grænan dúndur góðan drykk með rauðrófu, avókadó og sellerí, þá er það ekki akkúart hráefnið í einn grænan.

En þessi kemur svo sannarlega á óvart. Þetta er drykkur númer 20 í röðinni.

Það má bæta í hann grænkáli eða spínat.

Drykkur fyrir einn.

 

 

 

 

Hráefni:

½ bolli af rauðrófum, söxuðum

¼ af avókadó

1 góður stilkur af sellerí

10 meðal stór jarðaber

1/4bolli af höfrum

240 ml af kókósvatni

Leiðbeiningar:

  1. Byrjaðu á að setja vökvann í blandarann og síðan mjúku ávextina.
  2. Bættu núna öllu grænu í blandarann og láttu á góðan hraða í 30 sekúndur.

Hafið eitthvað af ávöxtunum frosnum til að drykkurinn sé kaldur og hressandi.

Þessi drykkur er afar ríkur af B1 til B6 vítamínum, kopar, magnesíum, kalíum og zinki.

Njótið vel!