Fara í efni

Gúrkan er góð fyrir kaloríubrennslu

Gúrkan er 95% vatn og þess vegna er hún meiriháttar til að grípa í ef líkamanum vantar vökva.
Gúrkan er afar góð ef þú ert í átaki
Gúrkan er afar góð ef þú ert í átaki

Gúrkan er 95% vatn og þess vegna er hún meiriháttar til að grípa í ef líkamanum vantar vökva.

Einnig er gúrkan afar rík af C-vítamíni sem heldur húðinni heilbrigðri og skínandi.

Gúrkan er fullkomið grænmeti ef þú ert að berjast við aukakílóin því þær eru afar ríkar af trefjum og við vitum að trefjar gefa maganum þessa tilfinningu um að hann sé saddur.

Borðaðu gúrku ef þú ert að grenna þig því gúrkan er afar lág í kaloríum. Með því að neyta lítilla skammta af gúrku þá fer líkaminn að brenna fitu og með hreyfingu að þá gætir þú náð kílóafjölda takmarkinu fyrr en ella.

Einnig er gúrkan góð fyrir meltinguna því hún örvar hana.

Hér að neðan er smá matseðill sem inniheldur gúrku, og ef þú ferð eftir þessu ásamt því að hreyfa þig og lifa heilbrigðu lífi að þá ættir þú að ná þínu takmarki.

En við vörum við öllum öfgum og skyndilausnum.

Hérna er matseðillinn:

Morgunverður: 1 skál af gúrku, 1 bolli af te og ristað brauð með hollu áleggi.

Hádegið: 1 egg eða kjúklingabringa, brauð og 1 skál af gúrkum.

Kvöldmaturinn: búðu þér til gott salat þar sem gúrkan er í aðalhlutverki.

En fyrir alla muni ekki gleyma því að líkaminn þarf einnig önnur næringarefni til að brenna fitu.

Heimild: healtyfoodstar.com