Fara í efni

Hér og nú í hringiðu Jólaundirbúiningsins

Tilhlökkun jólanna er mikil en undirbúningi þeirra fylgir oft mikil umferð, stúss og streita. Allt of oft er fólk orðið pirrað, þreytt og komið á síðustu dropana þrátt fyrir gleði, tilhlökkun og eftirvæntingu. Það má koma í veg fyrir þetta og hjálpa til við að róa öran hjartslátt, hafa góð áhrif á blóðþrýstinginn með því að gefa sér kyrrðarstund inn á milli atriða. Þess vegna ætlar "Ég er"að fara af stað með bæn og hugleiðslu í byrjun desember.
Hér og nú í hringiðu Jólaundirbúiningsins

Tilhlökkun jólanna er mikil en undirbúningi þeirra fylgir oft mikil umferð, stúss og streita. Allt of oft er fólk orðið pirrað, þreytt og komið á síðustu dropana þrátt fyrir gleði, tilhlökkun og eftirvæntingu. Það má koma í veg fyrir þetta og hjálpa til við að róa öran hjartslátt, hafa góð áhrif á blóðþrýstinginn með því að gefa sér kyrrðarstund inn á milli atriða.

Þess vegna ætlar Ég er að fara af stað með bæn og hugleiðslu í byrjun desember.

Við þurfum öll á því að halda að kyrra hugann og þá sérstaklega í desember. Ná úr okkur streitunni, hlusta á Guð, kyrrðina og innri rödd okkar. Dvelja í hinni líðandi stund og tengja okkur þannig að við tökum ákvarðanir útfrá núinu.
Bæn og hugleiðsla þarf ekki að vera flókin og við þurfum aldrei millilið í slíku en oft gengur okkur illa að aga okkur og þá er gott að gera þetta saman. Sumum finnst það einfaldlega skemmtilegra.
Við munum ekki vera með kennslu í desember heldur bjóða upp á samfylgd.

Þessar stundir munu vera 3. 10. og 17. desember kl. 17:30 að Krókhálsi 5a. 3. hæð.

Þessir tímar eru fyrir allt fólk sem vill ná góðri tengingu við æðri mátt og sjálft sig, fólk sem vill kúpla sig að hluta til úr streitunni og stressinu sem fylgir umfangi aðventunnar og alla sem vilja njóta þess að biðja og hugleiða með öðrum.
Nýliðar hvers konar, fólk sem á erfitt með að ná sér niður, fólk sem nær ekki í eigin kjarna, fólk sem hefur ekki náð að tileinka sér bæn eða hugleiðslu, fólk sem glímir við kvíða og aðra erfiðleika er sérstaklega velkomið.

Allir velkomnir. 

Deilið þessu sem víðast því þetta er í boði Ég er.