Fara í efni

Hver er munurinn á umgjörð og fjötrum? Hugleiðing frá Guðna á föstudegi

Hugleiðing á föstudegi~
Hugleiðing á föstudegi~

Það er líka hægt að tapa sér í umgjörðinni og láta hana breytast í fjötra og fangelsi.

Hver er munurinn á umgjörð og fjötrum?

Umgjörðin treystir og styrkir og byggir á ást, en fjötrarnir byggja á vantrausti og efa og innan þeirra á engin sköpun sér stað.

Sami munur er á leiðtoga og stjórnanda: Stjórnandinn efast og notar fjötra til að halda utan um starfsemina, en leiðtoginn treystir og styrkir starfsemina með umgjörð sem skapar frelsi og ýtir undir aðra sköpun.